Erlent

Sjötíu flóttamenn látnir eftir að bát hvolfdi

Bjarki Ármannsson skrifar
Flóttamenn á leið til Jemen frá Afríku árið 2007.
Flóttamenn á leið til Jemen frá Afríku árið 2007. Vísir/AFP
Um sjötíu manns létu lífið þegar bátur afrískra flóttamanna, aðallega Eþíópíumanna, sökk við strendur Jemen í gær. Jemensk yfirvöld segja að báturinn hafi sokkið vegna ofsaveðurs og ólgusjós.

BBC greinir frá. Á hverju ári reyna tugþúsundir manna að komast yfir Rauðahafið frá austurströnd Afríku til Jemen og hundruð láta lífið á leiðinni. Oft reiðir fólkið sig á hrörlega báta eða fleka.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í október að rúmlega tvöhundruð manns hefðu látist á árinu við að reyna að komast til Jemen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×