Innlent

Prófessorar samþykktu nýjan samning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúnar Vilhjálmsson.
Rúnar Vilhjálmsson. vísir/gva
„Talningu lauk í morgun og var þátttaka virkilega góð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, en prófessorar samþykktu nýjan kjarasamning í morgun.

Boðuðu verkfalli sem standa átti dagana 1. - 15. desember, var frestað þann 25. nóvember. Þá var gengið var frá kjarasamningi við samninganefnd ríkisins.

Í atkvæðagreiðslunni tóku 81% prófessora þátt eða 252 af 313.

„Niðurstaðan var mjög afgerandi en 95,6% sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. 4,4% þeirra höfnuðu honum. Ég lít svo á að menn telji að ekki hafi verið hægt að ganga lengra að svo stöddu,“ segir Rúnar.

Hann bendir samt sem áður á að samningurinn sé stuttur og honum verður fylgt eftir í byrjun næsta árs.

„Þessi samningur endar í lok febrúar og þá halda viðræður áfram. Það er hugmyndin að þá verði gerður lengri samningur og vonumst við til þess að þurfa ekki að grípa til samskonar aðgerða.“


Tengdar fréttir

Prófessorar samþykktu verkfallsaðgerðir

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir.

Verkfallið bitnar á öllum nemendum

Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að afstýra verði strax boðuðu verkfalli prófessora við ríkisháskóla. Það sé hagur nemenda að kjör prófessora standist samanburð við kjör í öðrum háskólum. Menn hafi áhyggjur af stöðu skólanna.

„Óboðleg staða fyrir nemendur“

Ísak Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir mikla óvissu ríkja á meðal nemenda vegna boðaðs verkfalls háskólaprófessora.

Helmingur prófa fellur niður

Prófessor við Háskóla Íslands segir að próf í hans námskeiði muni fara fram. Formaður Félags prófessora segir reglurnar skýrar og ekki einstaka kennara að túlka þær og viðmið þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×