Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2014 20:32 Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. Formaður Félags prófessora segir mikillar óþreyju gæta meðal sinna félagsmanna en ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif. „Það mun auðvitað hafa mjög víðtæk og alvarleg áhrif komi til þess. Þetta lítur að öllum prófum í áföngum þar sem prófessorar eru umsjónakennarar, sem og öðrum prófum þar sem prófessorar koma að einhverju leyti að námskeiðinu. Verkefnaskil á þessu tímabili eru óheimil og svo framvegis. Þannig að áhrifin eru mjög víðtkæk," segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun en um 70% félagsmanna hafa þegar greitt atkvæði. Fastlega er reiknað með að verkfallsboðun verði samþykkt. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskóla á Íslandi. Nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands munu því finna fyrir áhrifum verkfallsins. Reiknað er með að jólaprófum um 8.000 nemenda frestist verði af verkfalli og því ljóst að ekki verður hægt að greiða út námslán til þessara nemenda. Rúnar segir prófessora vilja snúa til baka þeirri miklu kaupmáttarskerðingu sem félagsmenn hafi orðið fyrir undanfarin ár. Mikillar óþreyju gæti meðal prófessora. Rúnar segist bjartsýnn á að hægt verði að afstýra verkfalli. Samskiptin við samninganefnd ríkisins hafi verið jákvæð, en þó sé ljóst að nefndina skorti umboð frá fjármálaráðherra til þess að ganga að kröfum prófessora. „Það eru engir hurðaskellir og læti, menn hlusta vel hver á annan. En við höfum ekki fengið þessi formlegu viðbrögð við okkar kröfum sem við höfum óskað eftir, til þess að við getum tekið afstöðu til þess hvort við erum að ná saman eða ekki. Það þarf að gerast fyrst áður en við getum séð hversu mikið er á milli aðila," segir Rúnar. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. Formaður Félags prófessora segir mikillar óþreyju gæta meðal sinna félagsmanna en ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif. „Það mun auðvitað hafa mjög víðtæk og alvarleg áhrif komi til þess. Þetta lítur að öllum prófum í áföngum þar sem prófessorar eru umsjónakennarar, sem og öðrum prófum þar sem prófessorar koma að einhverju leyti að námskeiðinu. Verkefnaskil á þessu tímabili eru óheimil og svo framvegis. Þannig að áhrifin eru mjög víðtkæk," segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun en um 70% félagsmanna hafa þegar greitt atkvæði. Fastlega er reiknað með að verkfallsboðun verði samþykkt. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskóla á Íslandi. Nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands munu því finna fyrir áhrifum verkfallsins. Reiknað er með að jólaprófum um 8.000 nemenda frestist verði af verkfalli og því ljóst að ekki verður hægt að greiða út námslán til þessara nemenda. Rúnar segir prófessora vilja snúa til baka þeirri miklu kaupmáttarskerðingu sem félagsmenn hafi orðið fyrir undanfarin ár. Mikillar óþreyju gæti meðal prófessora. Rúnar segist bjartsýnn á að hægt verði að afstýra verkfalli. Samskiptin við samninganefnd ríkisins hafi verið jákvæð, en þó sé ljóst að nefndina skorti umboð frá fjármálaráðherra til þess að ganga að kröfum prófessora. „Það eru engir hurðaskellir og læti, menn hlusta vel hver á annan. En við höfum ekki fengið þessi formlegu viðbrögð við okkar kröfum sem við höfum óskað eftir, til þess að við getum tekið afstöðu til þess hvort við erum að ná saman eða ekki. Það þarf að gerast fyrst áður en við getum séð hversu mikið er á milli aðila," segir Rúnar.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira