Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2014 20:32 Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. Formaður Félags prófessora segir mikillar óþreyju gæta meðal sinna félagsmanna en ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif. „Það mun auðvitað hafa mjög víðtæk og alvarleg áhrif komi til þess. Þetta lítur að öllum prófum í áföngum þar sem prófessorar eru umsjónakennarar, sem og öðrum prófum þar sem prófessorar koma að einhverju leyti að námskeiðinu. Verkefnaskil á þessu tímabili eru óheimil og svo framvegis. Þannig að áhrifin eru mjög víðtkæk," segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun en um 70% félagsmanna hafa þegar greitt atkvæði. Fastlega er reiknað með að verkfallsboðun verði samþykkt. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskóla á Íslandi. Nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands munu því finna fyrir áhrifum verkfallsins. Reiknað er með að jólaprófum um 8.000 nemenda frestist verði af verkfalli og því ljóst að ekki verður hægt að greiða út námslán til þessara nemenda. Rúnar segir prófessora vilja snúa til baka þeirri miklu kaupmáttarskerðingu sem félagsmenn hafi orðið fyrir undanfarin ár. Mikillar óþreyju gæti meðal prófessora. Rúnar segist bjartsýnn á að hægt verði að afstýra verkfalli. Samskiptin við samninganefnd ríkisins hafi verið jákvæð, en þó sé ljóst að nefndina skorti umboð frá fjármálaráðherra til þess að ganga að kröfum prófessora. „Það eru engir hurðaskellir og læti, menn hlusta vel hver á annan. En við höfum ekki fengið þessi formlegu viðbrögð við okkar kröfum sem við höfum óskað eftir, til þess að við getum tekið afstöðu til þess hvort við erum að ná saman eða ekki. Það þarf að gerast fyrst áður en við getum séð hversu mikið er á milli aðila," segir Rúnar. Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. Formaður Félags prófessora segir mikillar óþreyju gæta meðal sinna félagsmanna en ljóst er að verkfallið mun hafa mikil áhrif. „Það mun auðvitað hafa mjög víðtæk og alvarleg áhrif komi til þess. Þetta lítur að öllum prófum í áföngum þar sem prófessorar eru umsjónakennarar, sem og öðrum prófum þar sem prófessorar koma að einhverju leyti að námskeiðinu. Verkefnaskil á þessu tímabili eru óheimil og svo framvegis. Þannig að áhrifin eru mjög víðtkæk," segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Atkvæðagreiðslunni lýkur á morgun en um 70% félagsmanna hafa þegar greitt atkvæði. Fastlega er reiknað með að verkfallsboðun verði samþykkt. Í félaginu eru allir prófessorar við ríkisháskóla á Íslandi. Nemendur í Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands munu því finna fyrir áhrifum verkfallsins. Reiknað er með að jólaprófum um 8.000 nemenda frestist verði af verkfalli og því ljóst að ekki verður hægt að greiða út námslán til þessara nemenda. Rúnar segir prófessora vilja snúa til baka þeirri miklu kaupmáttarskerðingu sem félagsmenn hafi orðið fyrir undanfarin ár. Mikillar óþreyju gæti meðal prófessora. Rúnar segist bjartsýnn á að hægt verði að afstýra verkfalli. Samskiptin við samninganefnd ríkisins hafi verið jákvæð, en þó sé ljóst að nefndina skorti umboð frá fjármálaráðherra til þess að ganga að kröfum prófessora. „Það eru engir hurðaskellir og læti, menn hlusta vel hver á annan. En við höfum ekki fengið þessi formlegu viðbrögð við okkar kröfum sem við höfum óskað eftir, til þess að við getum tekið afstöðu til þess hvort við erum að ná saman eða ekki. Það þarf að gerast fyrst áður en við getum séð hversu mikið er á milli aðila," segir Rúnar.
Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira