Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 18:26 Rúnar Vilhjálmsson segist bjartsýnn á að samningar náist fyrir 1. desember. Vísir/GVA Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“ Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25