Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 18:26 Rúnar Vilhjálmsson segist bjartsýnn á að samningar náist fyrir 1. desember. Vísir/GVA Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“ Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25