Verkfallið bitnar á öllum nemendum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Rúnar Vilhjálmsson „Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
„Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira