Verkfallið bitnar á öllum nemendum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Rúnar Vilhjálmsson „Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Verkfall prófessora mun væntanlega bitna á öllum nemendum að einhverju leyti. Það mun hafa áhrif á um helming prófa, verkefna og ritgerða og mjög stór hluti nemenda fær ekki greidd út námslán á réttum tíma.“ Þetta segir Ísak Einar Rúnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um samþykkt verkfalls prófessora við ríkisháskóla. Alls samþykktu 80,6 prósent félagsmanna í Félagi prófessora við ríkisháskóla að boða til verkfalls 1. desember til 15. desember hafi ekki tekist að leysa kjaradeilu þeirra við ríkið, en tæp tuttugu prósent voru andvíg verkfalli. Rúmlega 77 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það hefur orðið 16 til 17 prósenta kjararýrnun í einstökum launaflokkum prófessora frá árinu 2008 samtímis því sem kennsluskylda hefur verið aukin. Það var ákveðið að spara og auka kennsluálagið og þetta hefur ekki verið bætt. Við viljum að sú ákvörðun verði afturkölluð,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins. Hann segir menn hafa áhyggjur af stöðu skólanna. „Við sjáum vaxandi launaskrið á almennum markaði. Hér eru starfsmenn sem geta unnið víða við vísindastörf og kennslu.“ Formaður Stúdentaráðs tekur það fram að verkfall sé mögulega ekki í þágu nemenda en þeir hafi hins vegar skilning á kröfum prófessoranna. „Það er ljóst að byggja verður upp háskóla sem er samkeppnishæfur. Eins og staðan er núna eru prófessorar á lægri launum en prófessorar annars staðar á Norðurlöndum. Það er hagur nemenda að kjör prófessora við ríkisháskóla standist samanburð við aðra háskóla. Við krefjumst þess að samningsaðilar sýni ábyrgð og beri hag nemenda fyrir brjósti og fundi daglega svo leysa megi deilurnar og afstýra verkfalli.“ Sjálfur er Ísak Einar ekki í námi á meðan hann gegnir stöðu formanns Stúdentaráðs í vetur. „Fjögur af fimm prófum félaga minna, sem byrjuðu í hagfræðinámi um leið og ég, munu falla niður komi til verkfalls þar sem prófessorar koma að þeim prófum. Við slíkt geta nemendur ekki unað og ljóst er að afstýra verður verkfalli strax.“ Næsti samningafundur er ráðgerður á föstudaginn. Félagsmenn í Félagi prófessora við ríkisháskóla eru fastráðnir við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira