Siggi Raggi: Þakklátur að Rúnar beið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2014 14:42 Vísir/Andri Marinó Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag kynntur til leiks sem nýr aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Sigurður Ragnar hafði um tvo kosti að velja en honum bauðst einnig spennandi starf sem tæknilegur ráðgjafi hjá knattspyrnusambandi Ástralíu. „Þetta var erfið ákvörðun en jákvætt að þetta voru tveir góðir kostir. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun sem ég tók og reyni að standa mig vel hér næstu þrjú árin,“ sagði Sigurður Ragnar þegar Vísir heyrði í honum nú síðdegis. Hann segir að mikil ferðalög hefði fylgt starfinu í Ástralíu, bæði innanlands sem og í keppnisferðum landsliða Ástralíu til Asíu. „Ástralía er stórt land og einn þáttur starfsins var að samræma þjálfun í öllum níu fylkjum landsins,“ segir Sigurður Ragnar og bætir við að slík ferðalög hefðu bitnað mjög á ungri fjölskyldu hans. „Það hefði því verið erfitt að draga fjölskylduna svo langt í burtu. Það hafði áhrif á ákvörðun mína,“ sagði Sigurður Ragnar sem líst vel á hinn kostinn - að starfa með Rúnari í Lilleström. „Það verður spennandi verk að hjálpa klúbbnum að búa til góða leikmenn og ná árangri. Liðið varð í fimmta sæti í haust sem var framar öllum vonum. En félagið er í fjárhagsvandræðum og hefur minna á milli handanna á næsta ári. Það væri góður árangur fyrir okkur að vera um miðja deild,“ segir Sigurður Ragnar. Þeir Rúnar og Sigurður Ragnar hafa ekki starfað áður saman sem þjálfarar en þekkja þó mjög vel til hvors annars. „Ég hef þekkt hann síðan ég var 12-13 ára gamall. Við erum báðir úr Breiðholtinu og fórum svo í KR, þar sem ég lék með honum fyrstu árin mín í meistaraflokki.“ „Við vorum svo báðir í Belgíu á sama tíma og mættust þar sem leikmenn og þá fór hann í gegnum þjálfaramenntunarkerfið á Íslandi auk þess sem við vorum báðir að þjálfa í Pepsi-deild karla,“ segir Sigurður Ragnar sem starfaði lengi sem fræðslustjóri KSÍ. „Hann leitaði til mín eftir að það var ljóst að Pétur [Pétursson] yrði ekki aðstoðarmaður hans áfram og mér fannst það strax mjög spennandi kostur. Þeir gáfu mér þó svigrúm til að kanna hitt tilboðið til hlítar og ég er mjög þakklátur fyrir að þeir biðu eftir mér á meðan ég fór í viku til Ástralíu.“ Þeir Sigurður Ragnar og Rúnar hefja formlega störf fyrir félagið í byrjun janúar en hann segir að öll undirbúningsvinna fyrir tímabilið sem er fram undan sé þegar hafin. Fótbolti Tengdar fréttir Rúnar og Siggi Raggi funduðu á Kaffi Vest Rúnar Kristinsson vantar aðstoðarmann hjá Lilleström. 13. nóvember 2014 15:21 Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa. 13. nóvember 2014 07:00 Sigurður ráðinn aðstoðarþjálfari Lilleström Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins og ÍBV, er á leið til Noregs að aðstoða Rúnar Kristinsson hjá Lilleström. 8. desember 2014 14:28 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag kynntur til leiks sem nýr aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lilleström sem leikur í norsku úrvalsdeildinni. Sigurður Ragnar hafði um tvo kosti að velja en honum bauðst einnig spennandi starf sem tæknilegur ráðgjafi hjá knattspyrnusambandi Ástralíu. „Þetta var erfið ákvörðun en jákvætt að þetta voru tveir góðir kostir. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun sem ég tók og reyni að standa mig vel hér næstu þrjú árin,“ sagði Sigurður Ragnar þegar Vísir heyrði í honum nú síðdegis. Hann segir að mikil ferðalög hefði fylgt starfinu í Ástralíu, bæði innanlands sem og í keppnisferðum landsliða Ástralíu til Asíu. „Ástralía er stórt land og einn þáttur starfsins var að samræma þjálfun í öllum níu fylkjum landsins,“ segir Sigurður Ragnar og bætir við að slík ferðalög hefðu bitnað mjög á ungri fjölskyldu hans. „Það hefði því verið erfitt að draga fjölskylduna svo langt í burtu. Það hafði áhrif á ákvörðun mína,“ sagði Sigurður Ragnar sem líst vel á hinn kostinn - að starfa með Rúnari í Lilleström. „Það verður spennandi verk að hjálpa klúbbnum að búa til góða leikmenn og ná árangri. Liðið varð í fimmta sæti í haust sem var framar öllum vonum. En félagið er í fjárhagsvandræðum og hefur minna á milli handanna á næsta ári. Það væri góður árangur fyrir okkur að vera um miðja deild,“ segir Sigurður Ragnar. Þeir Rúnar og Sigurður Ragnar hafa ekki starfað áður saman sem þjálfarar en þekkja þó mjög vel til hvors annars. „Ég hef þekkt hann síðan ég var 12-13 ára gamall. Við erum báðir úr Breiðholtinu og fórum svo í KR, þar sem ég lék með honum fyrstu árin mín í meistaraflokki.“ „Við vorum svo báðir í Belgíu á sama tíma og mættust þar sem leikmenn og þá fór hann í gegnum þjálfaramenntunarkerfið á Íslandi auk þess sem við vorum báðir að þjálfa í Pepsi-deild karla,“ segir Sigurður Ragnar sem starfaði lengi sem fræðslustjóri KSÍ. „Hann leitaði til mín eftir að það var ljóst að Pétur [Pétursson] yrði ekki aðstoðarmaður hans áfram og mér fannst það strax mjög spennandi kostur. Þeir gáfu mér þó svigrúm til að kanna hitt tilboðið til hlítar og ég er mjög þakklátur fyrir að þeir biðu eftir mér á meðan ég fór í viku til Ástralíu.“ Þeir Sigurður Ragnar og Rúnar hefja formlega störf fyrir félagið í byrjun janúar en hann segir að öll undirbúningsvinna fyrir tímabilið sem er fram undan sé þegar hafin.
Fótbolti Tengdar fréttir Rúnar og Siggi Raggi funduðu á Kaffi Vest Rúnar Kristinsson vantar aðstoðarmann hjá Lilleström. 13. nóvember 2014 15:21 Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa. 13. nóvember 2014 07:00 Sigurður ráðinn aðstoðarþjálfari Lilleström Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins og ÍBV, er á leið til Noregs að aðstoða Rúnar Kristinsson hjá Lilleström. 8. desember 2014 14:28 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Sjá meira
Rúnar og Siggi Raggi funduðu á Kaffi Vest Rúnar Kristinsson vantar aðstoðarmann hjá Lilleström. 13. nóvember 2014 15:21
Pétur fer ekki með Rúnari til Lilleström Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa. 13. nóvember 2014 07:00
Sigurður ráðinn aðstoðarþjálfari Lilleström Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins og ÍBV, er á leið til Noregs að aðstoða Rúnar Kristinsson hjá Lilleström. 8. desember 2014 14:28
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn