Erlent

Óttast hörð viðbrögð við nýrri CIA skýrslu

Frá höfuðstöðvum CIA.
Frá höfuðstöðvum CIA. Vísir/AFP
Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í sendiráðum og öðrum starfsstöðvum Bandaríkjastjórnar vítt og breitt um heiminn vegna þess að von er á nýrri skýrslu sem sögð er varpa ljósi á harkalegar yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Skýrslan var unnin af nefnd í öldungadeild þingsins og verður 480 blaðsíðna útrdráttur birtur síðar í dag. Þar er farið ítarlega yfir vinnuaðferðir CIA í baráttunni við Al Kaída hryðjuverkasamtökin í kjölfarið á árásunum ellefta september 2001.

Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC greinir skýrslan frá afar umdeildum yfirheyrsluaðferðum og það sem meira er þá komast skýrsluhöfundar að því að aðferðirnar hafi ekki skilað tilætluðum árangri. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×