Enski boltinn

Biður um gott veður fram í maí

Það er pressa á Wenger.
Það er pressa á Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn maður. Hann hefur beðið fjölmiðla um að bíða fram í maí með að dæma liðið.

Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Arsenal í vetur og liðið tapaði gegn Stoke um síðustu helgi. Liðið er þó komið áfram í Meistaradeildinni enn eitt árið.

„Við viljum vera dæmdir í lok tímabilsins en ekki eftir hvern leik. Við eigum eftir að ná stöðugleika í varnarleiknum og við skulum svo sjá hvar við endum í lok tímabilsins," sagði Wenger.

Stjórinn hefur sjálfur verið harkalega gagnrýndur í vetur og stuðningsmenn eru farnir að mæta með borða á völlinn þar sem þess er óskað að hann láti sig hverfa frá félaginu.

„Maður verður að lifa við svona gagnrýni. Við erum atvinnumenn og þetta er hluti af starfinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×