Innlent

Spyr um athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins á lekanum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Í bakgrunni er Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Í bakgrunni er Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Vísir/GVA
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um athugun rekstarfélags Stjórnarráðsins á leka á trúnaðargögnum um Tony Omos.

Innanríkisráðuneytið vísaði til niðurstöðu athugunar rekstrarfélagsins í fréttatilkynningu sem það sendi frá sér í janúar síðastliðnum.

Helgi spyr meðal annars hvort það hafi verið niðurstaða athugunarinnar að gögn um Omos hafi aðeins farið til þeirra sem samkvæmt áttu rétt á þeim.

Þá spyr hann einnig hvort að rekstrarfélaginu hafi verið veittur aðgangur að tölvupósthólfi yfirstjórnenda innanríkisráðuneytisins og hvort að opið dirf ráðuneytisins, þar sem trúnaðargögnin voru vistuð, hafi verið skoðað sérstaklega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.