Eigandi Wigan baðst afsökunar á að segja að gyðingar elski peninga Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 09:00 Dave Whelan móðgaði gyðinga. vísir/getty Mikið hefur gengið á í herbúðum enska B-deildarliðsins Wigan undanfarna daga eftir að eigandi og stjórnarformaður félagsins, Dave Whelan, ákvað að ráða Malky Mackay sem knattspyrnustjóra þess. Mackay komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar fjöldi sms-skilaboða milli hans og aðstoðarmanns hans rötuðu í blöðin. Þar notuðu þeir afskaplega ljótt orðbragð um gyðinga, kínverja og konur svo dæmi séu tekin. Eldhústækjaframleiðandinn Premium Range, einn af styrktaraðilum Wigan, var fljótur að yfirgefa skútuna þegar Whelan ákvað að ráða Mackay, en öll spjót hafa staðið að eigandanum síðan hann tók ákvörðunina um að ráða Skotann. Whelan reyndi að verja knattspyrnustjórann sinn í viðtali við The Guardian en kom sjálfum sér í mikil vandræði þegar hann talaði um ummæli Mackays í garð gyðinga. Mackay sagði við aðstoðarmann sinn að umboðsmaðurinn Phil Smith væri gyðingur og þeim fyndist nú fátt leiðinlegra en að verða af peningum. Þá var Smith að reyna að selja Mackay leikmann til Cardiff. Whelan kom Mackay til varnar með því að segja meðal annars: „Gyðingar elta uppi peninga eins og allir aðrir. Mér finnst þetta ekkert dónalegt að segja.“ Samtök gyðinga á Englandi voru ekki alveg sammála Whelan og gagnrýndu hann harðlega. Það varð til þess að Whelan baðst afsökunar í viðtali við Sky Sports í gær. „Fyrst og fremst myndi ég aldrei móðga gyðinga. Ég á hundruði vina sem eru gyðingar og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Ég ætlaði mér ekki að móðga neinn og biðst innilegrar afsökunar ef einhver tók þessu illa. Það var aldrei ætlunin að særa neinn,“ sagði Dave Whelan Enski boltinn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Mikið hefur gengið á í herbúðum enska B-deildarliðsins Wigan undanfarna daga eftir að eigandi og stjórnarformaður félagsins, Dave Whelan, ákvað að ráða Malky Mackay sem knattspyrnustjóra þess. Mackay komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar fjöldi sms-skilaboða milli hans og aðstoðarmanns hans rötuðu í blöðin. Þar notuðu þeir afskaplega ljótt orðbragð um gyðinga, kínverja og konur svo dæmi séu tekin. Eldhústækjaframleiðandinn Premium Range, einn af styrktaraðilum Wigan, var fljótur að yfirgefa skútuna þegar Whelan ákvað að ráða Mackay, en öll spjót hafa staðið að eigandanum síðan hann tók ákvörðunina um að ráða Skotann. Whelan reyndi að verja knattspyrnustjórann sinn í viðtali við The Guardian en kom sjálfum sér í mikil vandræði þegar hann talaði um ummæli Mackays í garð gyðinga. Mackay sagði við aðstoðarmann sinn að umboðsmaðurinn Phil Smith væri gyðingur og þeim fyndist nú fátt leiðinlegra en að verða af peningum. Þá var Smith að reyna að selja Mackay leikmann til Cardiff. Whelan kom Mackay til varnar með því að segja meðal annars: „Gyðingar elta uppi peninga eins og allir aðrir. Mér finnst þetta ekkert dónalegt að segja.“ Samtök gyðinga á Englandi voru ekki alveg sammála Whelan og gagnrýndu hann harðlega. Það varð til þess að Whelan baðst afsökunar í viðtali við Sky Sports í gær. „Fyrst og fremst myndi ég aldrei móðga gyðinga. Ég á hundruði vina sem eru gyðingar og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Ég ætlaði mér ekki að móðga neinn og biðst innilegrar afsökunar ef einhver tók þessu illa. Það var aldrei ætlunin að særa neinn,“ sagði Dave Whelan
Enski boltinn Mest lesið Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira