Nýr náttúrupassi Linda Blöndal skrifar 26. nóvember 2014 18:30 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum. Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum.
Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira