Ofbauð og þreif sjálf klósettið á Landspítalanum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2014 14:35 „Hefði ég verið með bráðsmitandi sjúkdóm, sem jafnvel var haldið í fyrstu, hefði öll deildin smitast.“ vísir/aðsend „Mér fannst ég ekki þurfa ræða um þetta fyrr en núna eftir alla þessa umfjöllun,“ segir kona, sem var sjúklingur á Landspítalanum Fossvogi í haust . Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir dvöl sína á spítalanum og telur að stofan sem hún var á hafi langt því frá verið þrifin nægilega vel. Konan tók myndir á meðan hún var á spítalanum og tala þær sínu máli. „Ég kom fyrst inn á Bráðamóttökuna og var síðan í framhaldinu sett inn á stofu með öðrum sjúklingum. Það reyndist erfitt fyrir læknana að átta sig á því af hverju ég var svona veik, með mikinn hita og almennt illa haldin af verkjum. Það var jafnvel talið að ég væri með einhvern smitandi sjúkdóm og því var ákveðið að flytja mig yfir í einstaklingsstofu.“ Konan segir klósettið inni á stofunni hafa verið sérstaklega slæmt. „Þegar ég opnaði dyrnar inn á það, kom svona fnykur á móti mér eins og það hefði ekki verið þrifið í langan tíma. Það var einhvern veginn grásvart að innan. Ég gat ekki hugsað mér að notast við þessa aðstöðu og þreif einfaldlega sjálf eins vel og ég gat. Það kom enginn að þrífa fyrsta daginn minn á stofuna en á degi tvö kom maður inn til að þrífa.“Að sligast undan álagi Starfsmenn spítalans hafa kvartað undan óþrifnaði á spítalanum. Tólf Pólverjar sem vinna verk sem 35 unnu áður eru að sligast undan vinnuálagi. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsspítalans, sagði í viðtali við Stöð 2 á dögunum að sú stefna hafi verið tekin eftir hrun að draga úr hreinlæti á spítalanum til að spara peninga. Konan segir að það hafi verið greinilegt að sá sem sá um þrif á stofunni sem hún dvaldi á hafi verið í tímaþröng. „Þetta var almennilegur maður sem bar af sér góðan þokka. Hann talaði ekki íslensku og ég skyldi lítið hvað hann sagði, en það skipti auðvitað engu máli. Ég ákvað samt að fylgjast með honum og hvernig hann ætlaði sér að þrífa stofuna. Hann þreif klósettið nokkuð illa en það sem vakti athygli mína var að hann notaði sömu tusku á klósettið sjálft og á hillur og annað inni á baðherberginu. Síðan hélt hann áfram með tuskuna og þurrkaði yfir slökkvarana, það fyrsta sem hjúkrunarfólk snertir áður en komið er inn í stofuna.“Skipti aldrei um hanska Konan segir að maðurinn hafi haldið áfram að þrífa næstu stofur með sömu hönskum og sömu tusku sem hann hafði notað inni hjá henni. Hanskar og tuska sem höfðu farið ofan í klósettið inni á stofunni hjá henni. „Gólfið og niðurfallið var ógeðslegt og það var ryk á nánast öllu. Það var til að mynda myglusveppur undir og ofan á sérstöku statífi sem er notað til að styðja sig við þegar maður stendur upp af klósettinu. Allur frágangur á stofunni var til skammar, lampar með biluðum perum, hengin að detta niður og baðmottur sem voru að rotna í sundur.“ Konan var samt sem áður ánægð með þá þjónustu sem hún fékk frá starfsfólki spítalans. „Ég fékk frábæra þjónustu á spítalanum hvað varðar meðhöndlun og rannsóknir en mér var einfaldlega ofboðið þegar kom að þrifnaði á staðnum. Hefði ég verið með bráðsmitandi sjúkdóm, sem jafnvel var haldið í fyrstu, hefði öll deildin smitast.“ Ræstingafyrirtækið Hreint ehf. hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. Tólf starfsmenn sjá um þrifin. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11. nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir að ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi. 20. nóvember 2014 19:46 Forsætisráðherra vissi ekki af uppsögnum í Stjórnarráðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komst að því í fjölmiðlum að átján konum hefði verið sagt upp í Stjórnarráði Íslands. Hann furðar sig á myndbirtingum fjölmiðla af Stjórnarráðshúsinu þar sem engum var sagt upp í Stjórnarráðinu sjálfu. 5. nóvember 2014 16:45 Neitar ásökunum um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. 19. nóvember 2014 15:12 Flestum spurningum Landspítalans og Eflingar svarað Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landspítalans segir fund með framkvæmdastjóri Hreint ehf. hafa verið ágætan. 25. nóvember 2014 14:00 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Mér fannst ég ekki þurfa ræða um þetta fyrr en núna eftir alla þessa umfjöllun,“ segir kona, sem var sjúklingur á Landspítalanum Fossvogi í haust . Hún segir farir sínar ekki sléttar eftir dvöl sína á spítalanum og telur að stofan sem hún var á hafi langt því frá verið þrifin nægilega vel. Konan tók myndir á meðan hún var á spítalanum og tala þær sínu máli. „Ég kom fyrst inn á Bráðamóttökuna og var síðan í framhaldinu sett inn á stofu með öðrum sjúklingum. Það reyndist erfitt fyrir læknana að átta sig á því af hverju ég var svona veik, með mikinn hita og almennt illa haldin af verkjum. Það var jafnvel talið að ég væri með einhvern smitandi sjúkdóm og því var ákveðið að flytja mig yfir í einstaklingsstofu.“ Konan segir klósettið inni á stofunni hafa verið sérstaklega slæmt. „Þegar ég opnaði dyrnar inn á það, kom svona fnykur á móti mér eins og það hefði ekki verið þrifið í langan tíma. Það var einhvern veginn grásvart að innan. Ég gat ekki hugsað mér að notast við þessa aðstöðu og þreif einfaldlega sjálf eins vel og ég gat. Það kom enginn að þrífa fyrsta daginn minn á stofuna en á degi tvö kom maður inn til að þrífa.“Að sligast undan álagi Starfsmenn spítalans hafa kvartað undan óþrifnaði á spítalanum. Tólf Pólverjar sem vinna verk sem 35 unnu áður eru að sligast undan vinnuálagi. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsspítalans, sagði í viðtali við Stöð 2 á dögunum að sú stefna hafi verið tekin eftir hrun að draga úr hreinlæti á spítalanum til að spara peninga. Konan segir að það hafi verið greinilegt að sá sem sá um þrif á stofunni sem hún dvaldi á hafi verið í tímaþröng. „Þetta var almennilegur maður sem bar af sér góðan þokka. Hann talaði ekki íslensku og ég skyldi lítið hvað hann sagði, en það skipti auðvitað engu máli. Ég ákvað samt að fylgjast með honum og hvernig hann ætlaði sér að þrífa stofuna. Hann þreif klósettið nokkuð illa en það sem vakti athygli mína var að hann notaði sömu tusku á klósettið sjálft og á hillur og annað inni á baðherberginu. Síðan hélt hann áfram með tuskuna og þurrkaði yfir slökkvarana, það fyrsta sem hjúkrunarfólk snertir áður en komið er inn í stofuna.“Skipti aldrei um hanska Konan segir að maðurinn hafi haldið áfram að þrífa næstu stofur með sömu hönskum og sömu tusku sem hann hafði notað inni hjá henni. Hanskar og tuska sem höfðu farið ofan í klósettið inni á stofunni hjá henni. „Gólfið og niðurfallið var ógeðslegt og það var ryk á nánast öllu. Það var til að mynda myglusveppur undir og ofan á sérstöku statífi sem er notað til að styðja sig við þegar maður stendur upp af klósettinu. Allur frágangur á stofunni var til skammar, lampar með biluðum perum, hengin að detta niður og baðmottur sem voru að rotna í sundur.“ Konan var samt sem áður ánægð með þá þjónustu sem hún fékk frá starfsfólki spítalans. „Ég fékk frábæra þjónustu á spítalanum hvað varðar meðhöndlun og rannsóknir en mér var einfaldlega ofboðið þegar kom að þrifnaði á staðnum. Hefði ég verið með bráðsmitandi sjúkdóm, sem jafnvel var haldið í fyrstu, hefði öll deildin smitast.“ Ræstingafyrirtækið Hreint ehf. hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. Tólf starfsmenn sjá um þrifin. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11. nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf.
Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir að ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi. 20. nóvember 2014 19:46 Forsætisráðherra vissi ekki af uppsögnum í Stjórnarráðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komst að því í fjölmiðlum að átján konum hefði verið sagt upp í Stjórnarráði Íslands. Hann furðar sig á myndbirtingum fjölmiðla af Stjórnarráðshúsinu þar sem engum var sagt upp í Stjórnarráðinu sjálfu. 5. nóvember 2014 16:45 Neitar ásökunum um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. 19. nóvember 2014 15:12 Flestum spurningum Landspítalans og Eflingar svarað Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landspítalans segir fund með framkvæmdastjóri Hreint ehf. hafa verið ágætan. 25. nóvember 2014 14:00 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48
Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37
Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir að ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi. 20. nóvember 2014 19:46
Forsætisráðherra vissi ekki af uppsögnum í Stjórnarráðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komst að því í fjölmiðlum að átján konum hefði verið sagt upp í Stjórnarráði Íslands. Hann furðar sig á myndbirtingum fjölmiðla af Stjórnarráðshúsinu þar sem engum var sagt upp í Stjórnarráðinu sjálfu. 5. nóvember 2014 16:45
Neitar ásökunum um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. 19. nóvember 2014 15:12
Flestum spurningum Landspítalans og Eflingar svarað Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landspítalans segir fund með framkvæmdastjóri Hreint ehf. hafa verið ágætan. 25. nóvember 2014 14:00
Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46