Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Hjörtur Hjartarson skrifar 20. nóvember 2014 19:46 Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“ Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir meinta óánægju meðal starfsmanna vera innanhúsmál sem verði leyst. Ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi.Ræstingafyrirtækið Hreint ehf hefur frá því í febrúar á þessu ári séð um ræstingar á Landspítalanum í Fossvogi. 12 starfsmenn sinna þessu verkefni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hafa beri í huga að aðeins hluti svæðisins sé þrifinn daglega. „Svo er auðvitað töluverður hluti ræstinganna vélvæddur. Vél sem ræstir eða skúrar gólf getur þrifið fleiri þúsund fermetra og niður í auðvitað miklu minna. Og þarna erum við til dæmis með tvær mjög stórar gólfþvottavélar sem notaðar eru á stórum hluta spítalans,“ segir Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf. Engu að síður hefur stéttarfélaginu Eflingu borist kvartanir frá nokkrum starfsmönnum, sem allir eru pólskir, vegna álags og bágra kjara. Þann 11.nóvember síðastliðinn var fulltrúa Eflingar meinaður aðgangur að fundi ræstingarfólksins og forráðamanna Hreint ehf. „Ég held að það gæti pínulítils misskilnings í þessu. Þetta var starfsmannafundur þar sem við fáum fyrirspurnir og ábendingar frá starfsfólkinu okkar. Við boðuðum annan starfsmannafund viku síðar og þar vildum við fá tækifæri til að leysa úr þeim ágreiningsefnum sem þar koma fram. Þannig að þegar við komum á fund með starfsfólki okkar þá var fulltrúi Eflingar á svæðinu. Og þegar hún áttaði sig á að þarna var um misskilning var að ræða baðst hún bara afsökunar á því og hvatti okkur til að leysa málin vel með fólkinu.“ Hreint efh átti í fyrra lægsta tilboðið í umsjón ræstinga hjá Landspítalanum, tæplega 97 milljónir króna á ári, rétt um 20 milljónum króna minna en fyrirtækið ISS bauð sem áður sá um ræstingar á Landspítalanum.„Það má velta því fyrir sér hvort þið hafið undirboðið verkið og reynið svo að vinna það tilbaka með því að hafa of fáa starfsmenn í þrifunum?“„Nei, það er víðs fjarri.“
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira