Enski boltinn

Grátlegt tap hjá Jóhanni Berg og félögum í Charlton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg og félagar eru í seilingarfjarlægð frá umspilssætunum.
Jóhann Berg og félagar eru í seilingarfjarlægð frá umspilssætunum. vísir/getty
Charlton Athletic beið lægri hlut fyrir Ipswich Town í fyrsta leik dagsins í ensku B-deildinni í fótbolta.

Aðeins eitt var skorað í leiknum, en það gerði Noel Hunt þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Charlton og var duglegur að láta vaða á markið í dag. Alls átti landsliðsmaðurinn fimm skot að marki sem öll geiguðu líkt og önnur skot Charlton-manna í leiknum. Jóhann var tekinn af velli á lokamínútunni.

Með sigrinum komst Ipswich upp í 2. sæti deildarinnar, en Charlton er í því 9. með 28 stig, tveimur stigum frá umspilssæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×