Erlent

Leiðtogar Kína og Japans funda

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Leiðtogarnir funda í fyrsta sinn frá því að þeir tóku við embætti.
Leiðtogarnir funda í fyrsta sinn frá því að þeir tóku við embætti. vísir/afp
Formlegar viðræður á milli forseta Kína, Xi Jinping, og forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, hófust í morgun á leiðtogafundi APEC, efnahagsbandalags Asíu og Kyrrahafsríkja, sem haldinn er í Peking. Það er í fyrsta sinn sem þeir halda fund frá því að þeir tóku við embætti.

Mikil spenna hefur ríkt á milli ríkjanna tveggja undanfarin ár vegna ágreinings þeirra um eyjar á Austur-Kínahafi. Telja þeir báðir að mikilvægt sé að draga úr þessari spennu meðal annars til þess að halda stöðugleika í þessum heimshluta.  

Japanir fara með yfirráð yfir eyjunum sem þar í landi kallast Senkaku. Kínverjar kalla þær hinsvegar Diaoyu og krefjast yfirráða yfir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×