Erlent

Strípalingur fróaði sér ítrekað á almannafæri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
„Strípalingurinn hefur verið handtekinn. Lögreglan í Kaupmannahöfn kann að meta þær fjölmörgu ábendingar sem bárust í málinu.“ Þetta skrifaði lögreglan í Kaupmannahöfn á Twitter-síðu sína í gær.

Um var að ræða strípaling sem ítrekað hafði berað sig og fróað sér á almannafæri í Kaupmannahöfn, meðal annars í Vesterbro og Christianshavn. Kvartanir vegna mannsins byrjuðu að streyma inn 4. nóvember síðastliðinn.

Lögreglu grunaði engan og tók því á það ráð að óska eftir aðstoð Twitter-liða á sunnudagsmorgun. Taldi lögregla það líklegt að maðurinn væri um þrítugt, 185 sentímetrar á hæð, með svört gleraugu og í bláum frakka.  Ekki leið á löngu þar til lögregla gómaði manninn og er hann nú í haldi í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×