Erlent

Stúlka og ellefu hundar fjarlægðir af skítugu heimili

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá hjónin og íbúðina.
Hér má sjá hjónin og íbúðina.
Lögreglan í Richland sýslu í Suður Karólínu í Bandaríkjunum hefur birt myndir af híbýlum hjóna sem áttu eina stúlku og ellefu hunda. Hjónin voru handtekin fyrir að stela rafmagni í lok síðasta mánaðar og var dóttir þeirra tekin af þeim í kjölfarið auk þess sem hundarnir voru sendir í umönnun enda voru aðstæður á heimilinu vægast sagt slæmar.

Hér að neðan má sjá myndir sem lögreglan sendi fjölmiðlum og vildi koma á framfæri. Lesendur geta flett í gegnum myndirnar með því að smella á örvarnar við hlið myndanna. Ástæða er til þess að vara við sumum myndanna. Á myndunum má sjá dýraúrgang og rusl allsstaðar á heimilinu. Einn hundurinn var orðinn blindur og hafði misst eina löpp.

Í yfirlýsingu lögreglu kom fram að hjónin Paul og Melanie Howard hafi ekkert hugsað um ellefu ára dóttur sína. Hundar hjónanna er nú hjá stofnun sem annast dýr sem hafa fengið grimmúðlega meðferð. Auk þess að vera kærð fyrir þjófnað á rafmagni var hjónunum birt kæra fyrir vanrækslu á barni og dýraníð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×