Erlent

Húsið brann á 45 mínútum eftir að rauðglóandi hraun læsti klónum í það

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hér má sjá hvernig hraunið hefur umkringt eitt af húsunum í Pahoa á Hawaii.
Hér má sjá hvernig hraunið hefur umkringt eitt af húsunum í Pahoa á Hawaii. Vísir/Getty
Hraun frá eldfjallinu Kilauea á Hawaii hefur nú eyðilagt eitt af húsunum í bænum Pahoa.

Húsið brann til kaldra á 45 mínútum eftir að hraunið læsti klónum í það.

Hraunið hefur runnið í átt að bænum í marga mánuði og náði til bæjarins fyrir um tveimur vikum. Það hefur nú þegar farið yfir kirkjugarð og eyðilagt tvö skýli.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar hraunið nær til hússins og hvernig það eyðileggst í eldinum. Engum varð meint af þar sem íbúar höfðu yfirgefið heimili sitt áður en hraunið náði til hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×