Erlent

Myndband sýnir þegar keyrt er á konu á Abbey Road-gangbrautinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er vitað hversu mikið konan slasaðist.
Ekki er vitað hversu mikið konan slasaðist.
Myndband af slysi sem varð við gangbrautina á Abbey Road í London sýnir hvar kona hleypur yfir gangbrautina en verður fyrir bíl.

Slysið varð í júlí 2012 en myndband úr eftirlitsmyndavél var sett á netið fyrir fjórum dögum. Þar sést þegar konan hleypur út á götu og bíllinn keyrir á hana. Bíllinn fer úr mynd en stoppar og vegfarendur drífur að til þess að aðstoða konuna.

Ekki er vitað hversu mikið konan slasaðist en lögreglan í London fer nú yfir málaskrá sína til að athuga hvort að slysið hafi verið tilkynnt.

Gangbrautina á Abbey Road þekkja flestir, eða að minnsta kosti þeir sem þekkja Bítlana. Plötuumslag Bítlaplötunnar Abbey Road er einmitt mynd af hljómsveitarmeðlimum þar sem þeir labba yfir umrædda gangbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×