Fótbolti

Ronaldo neitar því að hann uppnefni Messi

Ronaldo og Messi.
Ronaldo og Messi. vísir/afp

Knattspyrnusérfræðingur Sky Sports í spænska boltanum, Guillem Balague, heldur því fram í nýrri bók að Cristiano Ronaldo uppnefni Lionel Messi.

Hann tali niðrandi um hann og hafi lengi gert í klefa Real Madrid. Hann eigi að kalla Messi „Motherfucker." Ronaldo hafnar þessu og er brjálaður yfir þessum ummælum í bókinni.

„Það er ekkert til í þessu og ég hef beðið lögfræðinga mína um að stefna þeim sem eru ábyrgir fyrir þessum rógburði," sagði Ronaldo á Facebook-síðu sinni.

„Ég ber mikla virðingu fyrir öðrum atvinnumönnum í faginu og Messi er þar engin undantekning."

Þeir Messi og Ronaldo hafa barist undanfarin ár um titilinn besti knattspyrnumaður heims og eftir að hafa lengi setið í farþegasætinu er Ronaldo kominn fram úr Messi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.