Erlent

Ekki fleiri jóla-og páskafrí í skólum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skólar verða lokaðir í kringum jól og páska, það verða bara ekki formlega jóla-og páskafrí.
Skólar verða lokaðir í kringum jól og páska, það verða bara ekki formlega jóla-og páskafrí. Vísir/Getty
Það verða ekki gefin formleg jóla-og páskafrí á næsta skólaári í skólum Montgomery-sýslu í Maryland í Bandaríkjunum. Þá verða heldur ekki gefin sérstök frí vegna helgihátíða gyðinga, Yom Kippur og Rosh Hashanah.

Í frétt Washington Post segir að skólanefnd sýslunnar hafi ákveðið á fundi sínum í vikunni að taka út úr skóladagatölum alla frídaga sem vísa í trúarlegar hátíðir. Kemur ákvörðunin í kjölfar þess að múslimar vildu frí í kringum sína hátíð, Eid al-Adha.

Í raun þýðir þetta einfaldlega það að skólar verða lokaðir í kringum jól og páska, Yom Kippur og Rosh Hashanah, eins og verið hefur. Aðalbreytingin verður sú að ekki verður lengur talað um sérstök jóla-eða páskafrí á skóladagatölum.

Múslimar hafa farið þess á leit við skólayfirvöld í Montgomery-sýslu að skólum verði einnig lokað í kringum tvær hátíðir múslima. Ekki liggur fyrir hvort að af því verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×