Erlent

Gæti verið handtekin vegna nektarmynda sem var dreift af henni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Desire Luzinda er þekkt söngkona í heimalandi sínu, Úganda.
Desire Luzinda er þekkt söngkona í heimalandi sínu, Úganda.
Fyrrverandi kærasti úgönsku söngkonunnar Desire Luzinda dreifði nektarmyndum af henni um netið sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum og verið birtar í dagblöðum. Hann segist hafa dreift myndunum til að kenna söngkonunni lexíu.

Í frétt BBC kemur fram að söngkonan sé nú í felum af því að sá ráðherra Úganda sem fer með siðferðismál hefur kallað eftir því að hún verði handtekin. Vill hann gera það á grundvelli nýrrar og hertrar löggjafar um klám.

Ráðherrann sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að koma ábyrgðinni á myndatökunni yfir á fórnarlambið, en söngkonan óttast ekki aðeins handtöku heldur einnig álit almennings í Úganda.

Hér að neðan má sjá umfjöllun BBC. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×