Fótbolti

Slagsmálin hjá Keane hafa ekki truflað írska landsliðið

Roy Keane.
Roy Keane. vísir/getty
Roy Keane, aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, hefur stolið athyglinni í aðdraganda leiks Skota og Íra í kvöld.

Keane lamdi mann á hóteli írska liðsins í gær og kallaði síðan sjálfur til lögreglu. Ekki í fyrsta skiptið sem einhver læti eru í kringum Keane.

„Þetta er smá truflun en hefur ekki haft áhrif á okkar undirbúning fyrir leikinn," sagði Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, en hann vildi annars lítið tjá sig um málið.

Keane er enn með landsliðinu og fastlega er búist við því að hann verði á hliðarlínunni með sínum mönnum í kvöld.

Írar sitja á toppi D-riðils með sjö stig eins og Pólverjar. Skotar og Þjóðverjar hafa aftur á móti aðeins þrjú stig. Það er því mikið undir í leik nágrannaþjóðanna í kvöld.


Tengdar fréttir

Roy Keane sendi einn í burtu af hótelinu í sjúkrabíl

Roy Keane, aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, missti stjórn á skapi sínu á hóteli írska landsliðsins aðeins 48 tímum fyrir leik liðsins í undankeppni EM. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×