Fótbolti

Roy Keane sendi einn í burtu af hótelinu í sjúkrabíl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Keane, aðstoðarþjálfari írska landsliðsins.
Roy Keane, aðstoðarþjálfari írska landsliðsins. Vísir/Getty
Roy Keane, aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, missti stjórn á skapi sínu á hóteli írska landsliðsins aðeins 48 tímum fyrir leik liðsins í undankeppni EM. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í morgun

Keane er aðstoðarmaður Martin O’Neill og var víst ósáttur við mann sem bað hann mun að árita bók sem Keane skrifaði um árin hjá Manchester United.

Upphófst þá mikið rifildi sem endaði með að Roy Keane réðst á manninn sem lá óvígur eftir og var síðar fluttur í burtu í sjúkrabíl.

Írska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kom meðal annars fram að það var Roy Keane sem hringdi á lögregluna.

Írska lögreglan, The Gardai, hefur ekki kært Roy Keane en er að fara yfir myndir úr eftirlitsmyndavélum hótelsins.

Roy Keane er 43 ára gamall en hann lék á sínum tíma 67 landsleiki fyrir Írland á árunum 1991 til 2005. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari írska landsliðsins frá því í nóvember 2013 en hann gegnir sama starfi hjá Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×