Enski boltinn

Origi gæti farið til Liverpool í janúar

Origi með treyjuna sem hann bíður eftir að fá að spila í.
Origi með treyjuna sem hann bíður eftir að fá að spila í. vísir/getty
Liverpool þótti gera mistök með því að lána belgíska ungstirnið Divock Origi til Lille út leiktíðina.

Enska félagið greiddi 10 milljónir punda fyrir þennan 19 ára gamla strák og lánaði hann svo beint til Frakklands.

Liverpool hefur aftur á móti verið í framherjakrísu þar sem Daniel Sturridge hefur verið meiddur og Mario Balotelli ekki getað neitt.

Liverpool hefði því svo sannarlega not fyrir Origi sem skoraði gegn Íslandi á miðvikudag. Nú er félagið að spá í að kalla á hann í janúar.

„Ég ræð þessu ekki en ef Lille sleppir mér þá er ég meira en til í að fara til Englands. Ég get ekki beðið eftir því að spila í ensku úrvalsdeildinni," sagði leikmaðurinn.

Lille hefur rétt á því að halda leikmanninum út leiktíðina þó svo Liverpool eigi hann. Liverpool þarf því að semja við Lille um að fá hann aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×