Leitaði skjóls í vélgröfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 13:40 Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. Vísir/GVA „Hann finnst þarna við Selfossflugvöll. Þar er geymslusvæði sem að verktaki er með og þar var vélgrafa sem maðurinn hafði leitað skjóls í,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, um mann sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun. Þorgrímur segir það kraftaverki líkast að maðurinn hafi fundist á lífi. „Já, miðað við okkar reynslu þá áttum við ekki von á að finna manninn á lífi,“ segir Þorgrímur. Ölfusá er ein straumharðasta og vatnsmesta á landsins. Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar að bíll hans fór í ána. Hann komst lífs af en honum var það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningum í ánni. Þá rifjar Þorgrímur upp atvik sem varð árið 1944: „Þá hrundi gamla brúin og mjólkurbíll fór út í ána. Bílstjórinn náði að komast í varadekkið og flaut á því niður ána. Svo komst hann upp úr henni á svipuðum stað og maðurinn fannst í morgun.“Sjá einnig: Enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa. Þorgrímur segir að lögreglan eigi eftir að ræða nánar við manninn og sé málið því enn í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er líðan mannsins eftir atvikum góð og hann er ekki í lífshættu.Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar bíll hans fór út í ána. Maðurinn komst lífs af.Í kringum áttatíu manns leituðu mannsins langt fram á nótt. Sigldu björgunarsveitarmenn bát upp og niður ána. Einnig var leitað frá bökkum árinnar. Nokkrir leitarmenn fylgdust með úr meiri hæð og skimuðu yfir svæðið. Þá voru kafarar kallaðir til og mátu stöðuna í morgun en afar straumhart er í ánni þar sem bíllinn fór út í. Til stóð að í kringum hundrað manns tækju þátt í leitinni í dag. Vitni var að atvikinu í gærkvöldi. Það tilkynnti lögreglu hvers kyns var og voru björgunaraðilar kallaðir út. Meðal annars kafarar með málmleitartæki og þyrla gæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt. Tengdar fréttir Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
„Hann finnst þarna við Selfossflugvöll. Þar er geymslusvæði sem að verktaki er með og þar var vélgrafa sem maðurinn hafði leitað skjóls í,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, um mann sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun. Þorgrímur segir það kraftaverki líkast að maðurinn hafi fundist á lífi. „Já, miðað við okkar reynslu þá áttum við ekki von á að finna manninn á lífi,“ segir Þorgrímur. Ölfusá er ein straumharðasta og vatnsmesta á landsins. Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar að bíll hans fór í ána. Hann komst lífs af en honum var það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningum í ánni. Þá rifjar Þorgrímur upp atvik sem varð árið 1944: „Þá hrundi gamla brúin og mjólkurbíll fór út í ána. Bílstjórinn náði að komast í varadekkið og flaut á því niður ána. Svo komst hann upp úr henni á svipuðum stað og maðurinn fannst í morgun.“Sjá einnig: Enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa. Þorgrímur segir að lögreglan eigi eftir að ræða nánar við manninn og sé málið því enn í rannsókn. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er líðan mannsins eftir atvikum góð og hann er ekki í lífshættu.Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar bíll hans fór út í ána. Maðurinn komst lífs af.Í kringum áttatíu manns leituðu mannsins langt fram á nótt. Sigldu björgunarsveitarmenn bát upp og niður ána. Einnig var leitað frá bökkum árinnar. Nokkrir leitarmenn fylgdust með úr meiri hæð og skimuðu yfir svæðið. Þá voru kafarar kallaðir til og mátu stöðuna í morgun en afar straumhart er í ánni þar sem bíllinn fór út í. Til stóð að í kringum hundrað manns tækju þátt í leitinni í dag. Vitni var að atvikinu í gærkvöldi. Það tilkynnti lögreglu hvers kyns var og voru björgunaraðilar kallaðir út. Meðal annars kafarar með málmleitartæki og þyrla gæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt.
Tengdar fréttir Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00 Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27 Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49 „Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30 Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Fastur í bifreiðinni í hálftíma Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf. 1. febrúar 2007 03:00
Bíll fór út í Ölfusá Umfangsmikil leit stendur yfir við ánna og taka um hundrað manns þátt. 13. nóvember 2014 23:27
Maðurinn fundinn á lífi Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. 14. nóvember 2014 10:49
„Það er enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa“ Tuttugu og níu ára gamall maður sem kom í leitirnar í morgun eftir að bíll hans fór út í Ölfusá, skammt frá Hótel Selfossi í gærkvöldi, hefur verið fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum. 14. nóvember 2014 14:30
Leit hafin á ný í Ölfusá Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi. 14. nóvember 2014 09:52