Erlent

Handtekinn fyrir að klifra Brooklyn brúna

Samúel Karl Ólason skrifar
Brooklyn brúin er vinsæll áfangastaður ferðamanna.
Brooklyn brúin er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Vísir/AFP
Franskur ferðamaður var handtekinn í New York í gær, eftir að hafa klifrað upp á Brooklyn brúna til að taka myndir. Hann fór yfir grindverk til að komast á topp brúarinnar. Hinn 23 ára Yonathan Soid hefur nú verið ákærður vegna uppátækisins.

AP fréttaveitan segir frá því að í ágúst hafi rússneskur ferðamaður einnig verið handtekin fyrir að klifra upp á hæsta turn brúarinnar. Þá séu sjö mánuðir síðan tveir þýskir listamenn skiptu um fána á toppi turnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×