„Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2014 15:28 Malín Brand og Óðinn Jónsson í dómsal í dag. Vísir/Valli „Ég missti vinnuna, ég á börn og konu og þetta hafði gríðarleg áhrif. Þá sérstaklega á börnin,“ sagði maður sem stefnt hefur þeim Malín Brand, fyrrverandi fréttakonu RÚV, og Óðni Jónssyni, fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Aðalmeðferð í meiðyrðamálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, eftir að RÚV greindi frá því í kvöldfréttum að hann hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, tíu árum áður. Nánar tiltekið fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislegt áreiti. Fréttin birtist bæði í sjónvarpsfréttum RÚV klukkan 19:00 og 22:00, sem og á vef RÚV degi seinna, eða þann 10. janúar í fyrra. Sérstaklega þótti manninum óviðeigandi að brot hans var sett í samhengi við umfjöllun um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Maðurinn sagðist þá hafa búið í litlu samfélagi suður með sjó og þó hann hafi ekki verið nafngreindur í fréttinni hafi margir komist að því að fréttin væri um hann. „Slökkviliðið er lítið samfélag og ég bjó í litlu samfélagi. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo. Þetta gerði út af við mig.“Fékk ekki vinnu á Íslandi Maðurinn bar vitni fyrir dómi í síma þar sem hann býr nú og starfar í Katar. Hann er menntaður slökkviliðsmaður. Lögmaður hans spurði hvort að hann hefði ekki getað fengið vinnu við hæfi á Íslandi. „Nei. Það var búið að gera útaf við mig.“ Þegar hann var dæmdur upprunalega starfaði hann hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurvelli. Eftir dóminn vann hann þar um árabil áður en hann sótti um hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins árið 2008. Maðurinn minntist ekki á dóminn í atvinnuumsókn sinni. Dómurinn var ekki á sakarvottorði hans þar sem meira en þrjú ár voru liðin frá dómnum. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið kallaður á fund slökkviliðsstjórans og var hann settur í leyfi. Tveimur mánuðum seinna skrifaði hann undir starfslokasamning. „Mér var gert grein fyrir því að það væri í raun það eina í stöðunni.“ Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði manninn hafa verið góðan starfsmann, en málið hafi verið metið mjög alvarlegt. Hugsanlega hefði það getað skaðað orðspor slökkviliðsins. Nú hefur ráðningarferli slökkviliðsins verið breytt svo allir sem sækja þar um þurfa að fara í gegnum bakgrunnsskoðun. Maðurinn skrifaði undir starfslokasamning við slökkviliðið þann 25. mars 2013. Jón Viðar sagði þá hafa komist að samkomulagi um að rjúfa ráðningarsambandi. Hvorki Malín né Óðinn gáfu skýrslu við aðalmeðferðina. Að óbreyttu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Ég missti vinnuna, ég á börn og konu og þetta hafði gríðarleg áhrif. Þá sérstaklega á börnin,“ sagði maður sem stefnt hefur þeim Malín Brand, fyrrverandi fréttakonu RÚV, og Óðni Jónssyni, fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Aðalmeðferð í meiðyrðamálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, eftir að RÚV greindi frá því í kvöldfréttum að hann hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, tíu árum áður. Nánar tiltekið fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislegt áreiti. Fréttin birtist bæði í sjónvarpsfréttum RÚV klukkan 19:00 og 22:00, sem og á vef RÚV degi seinna, eða þann 10. janúar í fyrra. Sérstaklega þótti manninum óviðeigandi að brot hans var sett í samhengi við umfjöllun um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Maðurinn sagðist þá hafa búið í litlu samfélagi suður með sjó og þó hann hafi ekki verið nafngreindur í fréttinni hafi margir komist að því að fréttin væri um hann. „Slökkviliðið er lítið samfélag og ég bjó í litlu samfélagi. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo. Þetta gerði út af við mig.“Fékk ekki vinnu á Íslandi Maðurinn bar vitni fyrir dómi í síma þar sem hann býr nú og starfar í Katar. Hann er menntaður slökkviliðsmaður. Lögmaður hans spurði hvort að hann hefði ekki getað fengið vinnu við hæfi á Íslandi. „Nei. Það var búið að gera útaf við mig.“ Þegar hann var dæmdur upprunalega starfaði hann hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurvelli. Eftir dóminn vann hann þar um árabil áður en hann sótti um hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins árið 2008. Maðurinn minntist ekki á dóminn í atvinnuumsókn sinni. Dómurinn var ekki á sakarvottorði hans þar sem meira en þrjú ár voru liðin frá dómnum. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið kallaður á fund slökkviliðsstjórans og var hann settur í leyfi. Tveimur mánuðum seinna skrifaði hann undir starfslokasamning. „Mér var gert grein fyrir því að það væri í raun það eina í stöðunni.“ Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði manninn hafa verið góðan starfsmann, en málið hafi verið metið mjög alvarlegt. Hugsanlega hefði það getað skaðað orðspor slökkviliðsins. Nú hefur ráðningarferli slökkviliðsins verið breytt svo allir sem sækja þar um þurfa að fara í gegnum bakgrunnsskoðun. Maðurinn skrifaði undir starfslokasamning við slökkviliðið þann 25. mars 2013. Jón Viðar sagði þá hafa komist að samkomulagi um að rjúfa ráðningarsambandi. Hvorki Malín né Óðinn gáfu skýrslu við aðalmeðferðina. Að óbreyttu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði