„Það var í raun verið að dæma mig aftur tíu árum seinna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2014 15:28 Malín Brand og Óðinn Jónsson í dómsal í dag. Vísir/Valli „Ég missti vinnuna, ég á börn og konu og þetta hafði gríðarleg áhrif. Þá sérstaklega á börnin,“ sagði maður sem stefnt hefur þeim Malín Brand, fyrrverandi fréttakonu RÚV, og Óðni Jónssyni, fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Aðalmeðferð í meiðyrðamálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, eftir að RÚV greindi frá því í kvöldfréttum að hann hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, tíu árum áður. Nánar tiltekið fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislegt áreiti. Fréttin birtist bæði í sjónvarpsfréttum RÚV klukkan 19:00 og 22:00, sem og á vef RÚV degi seinna, eða þann 10. janúar í fyrra. Sérstaklega þótti manninum óviðeigandi að brot hans var sett í samhengi við umfjöllun um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Maðurinn sagðist þá hafa búið í litlu samfélagi suður með sjó og þó hann hafi ekki verið nafngreindur í fréttinni hafi margir komist að því að fréttin væri um hann. „Slökkviliðið er lítið samfélag og ég bjó í litlu samfélagi. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo. Þetta gerði út af við mig.“Fékk ekki vinnu á Íslandi Maðurinn bar vitni fyrir dómi í síma þar sem hann býr nú og starfar í Katar. Hann er menntaður slökkviliðsmaður. Lögmaður hans spurði hvort að hann hefði ekki getað fengið vinnu við hæfi á Íslandi. „Nei. Það var búið að gera útaf við mig.“ Þegar hann var dæmdur upprunalega starfaði hann hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurvelli. Eftir dóminn vann hann þar um árabil áður en hann sótti um hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins árið 2008. Maðurinn minntist ekki á dóminn í atvinnuumsókn sinni. Dómurinn var ekki á sakarvottorði hans þar sem meira en þrjú ár voru liðin frá dómnum. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið kallaður á fund slökkviliðsstjórans og var hann settur í leyfi. Tveimur mánuðum seinna skrifaði hann undir starfslokasamning. „Mér var gert grein fyrir því að það væri í raun það eina í stöðunni.“ Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði manninn hafa verið góðan starfsmann, en málið hafi verið metið mjög alvarlegt. Hugsanlega hefði það getað skaðað orðspor slökkviliðsins. Nú hefur ráðningarferli slökkviliðsins verið breytt svo allir sem sækja þar um þurfa að fara í gegnum bakgrunnsskoðun. Maðurinn skrifaði undir starfslokasamning við slökkviliðið þann 25. mars 2013. Jón Viðar sagði þá hafa komist að samkomulagi um að rjúfa ráðningarsambandi. Hvorki Malín né Óðinn gáfu skýrslu við aðalmeðferðina. Að óbreyttu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Ég missti vinnuna, ég á börn og konu og þetta hafði gríðarleg áhrif. Þá sérstaklega á börnin,“ sagði maður sem stefnt hefur þeim Malín Brand, fyrrverandi fréttakonu RÚV, og Óðni Jónssyni, fyrrverandi fréttastjóra RÚV, fyrir meiðyrði. Aðalmeðferð í meiðyrðamálinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er fyrrverandi slökkviliðsmaður, sem missti vinnuna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, eftir að RÚV greindi frá því í kvöldfréttum að hann hefði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni, tíu árum áður. Nánar tiltekið fyrir blygðunarsemisbrot og kynferðislegt áreiti. Fréttin birtist bæði í sjónvarpsfréttum RÚV klukkan 19:00 og 22:00, sem og á vef RÚV degi seinna, eða þann 10. janúar í fyrra. Sérstaklega þótti manninum óviðeigandi að brot hans var sett í samhengi við umfjöllun um brot Karls Vignis Þorsteinssonar. Maðurinn sagðist þá hafa búið í litlu samfélagi suður með sjó og þó hann hafi ekki verið nafngreindur í fréttinni hafi margir komist að því að fréttin væri um hann. „Slökkviliðið er lítið samfélag og ég bjó í litlu samfélagi. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo. Þetta gerði út af við mig.“Fékk ekki vinnu á Íslandi Maðurinn bar vitni fyrir dómi í síma þar sem hann býr nú og starfar í Katar. Hann er menntaður slökkviliðsmaður. Lögmaður hans spurði hvort að hann hefði ekki getað fengið vinnu við hæfi á Íslandi. „Nei. Það var búið að gera útaf við mig.“ Þegar hann var dæmdur upprunalega starfaði hann hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurvelli. Eftir dóminn vann hann þar um árabil áður en hann sótti um hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins árið 2008. Maðurinn minntist ekki á dóminn í atvinnuumsókn sinni. Dómurinn var ekki á sakarvottorði hans þar sem meira en þrjú ár voru liðin frá dómnum. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið kallaður á fund slökkviliðsstjórans og var hann settur í leyfi. Tveimur mánuðum seinna skrifaði hann undir starfslokasamning. „Mér var gert grein fyrir því að það væri í raun það eina í stöðunni.“ Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sagði manninn hafa verið góðan starfsmann, en málið hafi verið metið mjög alvarlegt. Hugsanlega hefði það getað skaðað orðspor slökkviliðsins. Nú hefur ráðningarferli slökkviliðsins verið breytt svo allir sem sækja þar um þurfa að fara í gegnum bakgrunnsskoðun. Maðurinn skrifaði undir starfslokasamning við slökkviliðið þann 25. mars 2013. Jón Viðar sagði þá hafa komist að samkomulagi um að rjúfa ráðningarsambandi. Hvorki Malín né Óðinn gáfu skýrslu við aðalmeðferðina. Að óbreyttu verður kveðinn upp dómur innan fjögurra vikna.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira