Erlent

Segir Vesturlönd kynda undir köldu stríði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vladimir Pútín er ekki sáttur við NATO og Bandaríkin.
Vladimir Pútín er ekki sáttur við NATO og Bandaríkin. Vísir/Getty
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, segir að vesturveldin séu að ögra Rússum til þess að fara á ný í kalt stríð. Guardian greinir frá og vitnar í viðtal þýsks blaðamanns fyrir sjónvarpsstöðina ARD.

Í viðtalinu segir Pútín aukna hernaðaríhlutun NATO í Mið-og Austur-Evrópu hafi einfaldlega orðið til þess að Rússland varð að bregðast við.

„NATO og Bandaríkin eru með herstöðvar úti um allar trissur, og þar á meðal nálægt landamærum Rússlands. Þá hefur einnig verið ákveðið að setja upp stöðvar fyrir sérsveitir nálægt landamærum okkar. Þú nefnir ýmsar aðgerðir okkar, heræfingar, herflug og siglingar. Er þetta allt í gangi? Já, svo sannarlega,“ sagði Pútín meðal annars.

Leiðtogar á Vesturlöndum hafa sakað Pútín um að kynda undir nýju köldu stríði, sérstaklega með aðgerðum Rússlands í Austur-Úkraínu. Margir gagnrýndu Pútín harðlega á fundi 20 stærstu iðnríkja heims í vikunni og fór hann fyrr af fundinum. Sagðist hann þurfa að gera það  vegna vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×