Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2014 13:17 Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Formaður Læknafélagsins telur að samninganefnd ríkisins hafi ekki nægjanlegt umboð frá stjórnvöldum til að ganga frá nýjum kjarasamningum. Starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land er í lágmarki og skurðlæknar bættust í hópinn í dag í verkfallsaðgerðum lækna. Fátt bendir til að samningar muni takast við lækna á næstunni. Samningafundir eru mjög strjálir og hafa engu skilað til þessa. Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands segir að fundað verði hjá Ríkissáttasemjara í dag.Sýnir þetta ekki að kröfur ykkar lækna eru einfaldlega of miklar? „Það tel ég alls ekki vera. Þess vegna settum við upp langa verkfallsboðun af því að við áttum alveg von á því að ef út í það færi að til verkfalls kæmi gæti það verið langvarandi. Þannig að ég tel að það sé alls ekki hægt að draga þá ályktun af því sem er á undan gengið,“ segir Þorbjörn. Kröfur lækna miði m.a. að því að koma í veg fyrir flótta lækna frá landinu.Eruð þið tilbúnir að koma að einhverju heildarsamkomulagi við stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins um það hvernig verði staðið að því að bæta ykkar kjör?„Ég get ekki svarað því. Þetta er auðvitað höfuðverkur stjórnvalda að svara þessu. Við höfum sett fram þessar kröfur sem við gerðum í okkar kröfugerð með það að markmiði að viðhalda nægjanlegri læknismönnun. Bæði núna og í framtíðinni og það er eiginlega óháð því hvaða kröfur aðrir setja fram,“ segir Þorbjörn. Aðgerðir lækna hafa nú staðið yfir með hléum í þrjár vikur og kostað almenning margs konar óþægindi og óöryggi. Hundruð aðgerða og læknaviðtala hefur verið slegið á frest og biðlistar lengst og nýir orðið til þar sem þeir voru ekki áður. Segja má að læknisþjónusta sé almennt í lágmarki og aðeins neyðartilfellum sinnt. Þorbjörn segir rétt að lítið hafi gerst við samningaborðið á vikulegum fundum deiluaðila. „Nei, nei það væri auðvitað heppilegra að það væri hægt að hittast oftar og nálgast lausn. En við teljum að það standi á því að samningamenn ríkisins fái víðtækara umboð til að ræða við okkur en þeir hafa í dag,“ segir Þorbjörn. Það hafi ekkert breyst að samninganefnd ríkisins hafi of þröngt umboð. Verði ekki komið til móts við kröfur lækna verði læknar ekki tilbúnir til að koma heim til starfa og nú þegar sé byrjað að fjara undan í þeim efnum.Erum við að fara fram af einhverri bjargbrún með þetta allt saman?„Ég held að eftir því sem þetta dregst lengur að þá eykst hættan á því að þeir læknar sem eru að hugsa sinn gang segi upp og hreinlega flytji. Þá er auðvitað hætt við því að við endurheimtum þá ekki aftur,“ segir Þorbjörn.Þá er illa komið fyrir íslenskri heilbrigðisþjónustu?„Já þá erum við verr stödd. Það er augljóst,“ segir Þorbjörn Jónsson.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira