Erlent

Rukkuð aukalega fyrir neikvæða umfjöllun um hótel

Samúel Karl Ólason skrifar
Stefna hótelsins er að rukka fyrir neikvæðar umfjallanir, en embættismenn sem BBC hefur rætt við telja þetta vera brot á lögum.
Stefna hótelsins er að rukka fyrir neikvæðar umfjallanir, en embættismenn sem BBC hefur rætt við telja þetta vera brot á lögum. Vísir/Getty
Hjónin Tony og Jan Jenkinson skrifuðu neikvæða umfjöllun um Broadway hótelið í Bretlandi, á síðuna Trip Advisor. Þau höfðu gist þar í eina nótt og voru ekki ánægð með þjónustuna. Skömmu seinna komust þau að því að þau höfðu verið rukkuð um 100 pund eða tæplega 20 þúsund krónur.

Stefna hótelsins er að rukka fyrir neikvæðar umfjallanir, en embættismenn sem BBC hefur rætt við telja þetta vera brot á lögum.

Upprunalegt verð hótelherbergisins sem hjónin gistu á átti að vera 63 pund. Í bókunarskjölunum stendur þó að fyrir hverja neikvæða umfjöllun á internetinu verði rukkað 100 pund. Konan var þó ekki með gleraugun sín þegar hún skrifaði undir og segist ekki hafa lesið smáa letrið.

Þau berjast nú gegn greiðslunni og hafa farið fram á að fá endurgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×