Vopnin ekki flutt inn með lögformlegum leiðum Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2014 13:16 Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið sér í ónauðsynleg vandræði í Tollinum með leynilegum innflutningi sínum á byssum frá Noregi. Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar vissi Tollurinn ekki af innflutningi Landhelgisgæslunnar á hátt í þrjú hundruð hríðskotabyssum fyrr en málið komst í fjölmiðla. Það er því ljóst að Landhelgisgæslan, sem fer með löggæsluhlutverk, hafði ekki fyrir því að flytja vopnin inn eftir lögformlegum leiðum með tilheyrandi tollafgreiðslu. Enda hefði Tollurinn varla innsiglað vopnin í geymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku ef það hefði verið gert. Við tollafgreiðslu skiptir máli hvort vopnin voru gjöf eða hvort þau voru keypt. Ef Gæslan hefði lagt fram fylgiskjöl frá Norska hernum sem staðfestu að um vinagjöf væri að ræða frá norska ríkinu til þess íslenska hefðu öll aðflutningsgjöld á vopnunum fallið niður en hvað undanþágur frá slíkum gjöldum segir í c-lið 8.greinar Tollalaga: Gjafir sem ríki, sveitarfélögum eða stofnunum á vegum hins opinbera eru gefnar erlendis frá í vináttuskyni eða á grundvelli menningartengsla við erlend ríki. Norski herinn hefur vermetið byssurnar til Gæslunnar á 625 þúsund norskar krónur, eða 11,5 milljónir íslenskar krónur. Ef um kaup hefði verið að ræða á byssunum félli 7,5 prósenta tollur, eða 862.000 krónur á verðið niður þar sem byssurnar eru framleiddar í Þýskalandi og fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Hins vegar yrði Gæslan að greiða 22,5 prósenta virðisaukaskatt af verðinu, eða 2.587.500 krónur.Ef Norðmenn standa við yfirlýsingar sínar um að byssurnar hafi verið seldar, er spurningin hvort byssunum verði skilað eða gengið að uppsettu verði og virðisaukaskattur greiddur, en þá væri lokaverð um 14 milljónir. Ekki náðist í forstjóra Landhelgisgæslunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37 Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15 Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11 „Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38 Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30 Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fjölgun lögreglumanna mikilvægari en vopnavæðing Lögreglukona og mannfræðingur segir umræðu um vopnaburð lögreglumanna á villigötum. Aðgengi að vopnum sé ekki til þess fallið að auka öryggi. 29. október 2014 19:37
Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á Gæslan fékk tíu byssur af gerðinni Rheinmetall MG3 að gjöf frá norska hernum. 29. október 2014 23:15
Allt sem við vitum um byssurnar á 90 sekúndum Staðreyndirnar sem liggja fyrir í byssumálinu. 27. október 2014 13:11
„Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi“ „Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd.“ 29. október 2014 07:38
Tollskylt hafi vopn verið keypt Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar. 1. nóvember 2014 11:30
Höfum fengið 310 hríðskotabyssur frá norska hernum frá 2011 Ríkislögreglustjóri óskaði eftir vopnum frá Norðmönnum en Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu vopnanna. 27. október 2014 16:27