Innlent

Svona heyrist þegar skotið er úr MG3 hríðskotabyssum eins sem gæslan á

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Svona lítur byssan út.
Svona lítur byssan út.

Landhelgisgæslan fékk tíu sjálfvirkar hríðskotabyssur frá norska hernum sumarið 2013 af gerðinni MG3. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá gæslunni fyrr í vikunni þar sem farið var yfir þau vopn sem gæslunni hafa borist frá Norðmönnum.

Byssan er talsvert stærri en MP5 hríðskotabyssurnar sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. Hún er sjálfvirk og skýtur skotum úr þar til gerðu belti. Byssan er framleidd af fyrirtækinu Rheinmetall í Þýskalandi en hún var hönnuð árið 1959.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af norskum hermönnum skjóta úr byssunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.