Stress hefur alvarlegri áhrif á hjartaheilsu kvenna en karla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 10:13 Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur. vísir/getty Konur eru í meiri hættu en karlar á að fá hjartasjúkdóm sem orsakast af stressi, andlegri streitu og konur upplifa alvarlegri vandkvæði undir mikilli streitu heldur en karlar. Hjartalíf greinir frá þessu en þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í the Journal of American Collage of Cariology í október. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 310 eða 56 konur og 254 karlar sem greind höfðu verið með hjartasjúkdóm. Öll voru þau þegar þátttakendur í rannsókn sem nefnist REMIT og skoðar áhrif lyfsins Escitalopram samanborið við lyfleysu á hjartasjúkdóm sem kemur sökum streitu.Aukning á neikvæðum tilfinningum Rannsóknin leiddi í ljós að meiri breytingar urðu á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni karla vegna streitu en þær breytingar sem urðu á líkama kvenna í kjölfar stressins voru hættulegri. Þá greindu konurnar frá aukningu á neikvæðum tilfinningum. Konurnar urðu frekar fyrir minnkuðu blóðflæði til hjartans, eða blóðþurrð í hjartavöðvanum, sem getur eyðilagt hjartavöðvann. Einnig sýndu fleiri konur í rannsókninni merki um myndum blóðtappa en blóðtappar geta stíflað æðar og þannig leitt til hjartaáfalls. „Sambandið á milli stress og hjartasjúkdóma er vel þekkt. Þessi rannsókn hefur leitt það í ljós að stress hefur mismunandi áhrif á hjartaheilsu karla og kvenna. Við verðum að viðurkenna þennan mun þegar við erum að meta og meðhöndla einstaklinag með hjartasjúkdóma,“ segir Dr. Zainab Samad, við Duke University Medical Center í Bandaríkjunum og leiðbeinandi rannsóknarinnar.Skoða þurfi tengsl kynjamuns á viðbrögðum hjartans „Á þessum tímapunkti er þörf á frekari rannsóknum til að skoða tengsl þessa kynjamuns á viðbrögðum hjartans við andlegu stressi og skoða einnig langtíma útkomur“. Að lokum bætti Samad við að núverandi tæki sem til eru til að mæla áhættu á hjartasjúkdómum séu ófullnægjandi þar sem þau taka áhrif sálfræðilegrar streitu á líkamann ekki með í reikninginn. Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur, en eftir 50 ára aldurinn þá jafnast líkurnar á hjartasjúkdómum og eru svipaðar hjá körlum og konum. Þátttakendur rannsóknarinnar tóku þátt í þremur andlega streituvaldandi verkefnum - verkefni í hugarreikningi, teikna upp eftir spegli, og að muna reiði (e. recall anger) í ákveðnu prófi. Í kjölfarið gerðu þátttakendur æfingu á hlaupabretti. Tengdar fréttir Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Konur eru í meiri hættu en karlar á að fá hjartasjúkdóm sem orsakast af stressi, andlegri streitu og konur upplifa alvarlegri vandkvæði undir mikilli streitu heldur en karlar. Hjartalíf greinir frá þessu en þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í the Journal of American Collage of Cariology í október. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 310 eða 56 konur og 254 karlar sem greind höfðu verið með hjartasjúkdóm. Öll voru þau þegar þátttakendur í rannsókn sem nefnist REMIT og skoðar áhrif lyfsins Escitalopram samanborið við lyfleysu á hjartasjúkdóm sem kemur sökum streitu.Aukning á neikvæðum tilfinningum Rannsóknin leiddi í ljós að meiri breytingar urðu á blóðþrýstingi og hjartsláttartíðni karla vegna streitu en þær breytingar sem urðu á líkama kvenna í kjölfar stressins voru hættulegri. Þá greindu konurnar frá aukningu á neikvæðum tilfinningum. Konurnar urðu frekar fyrir minnkuðu blóðflæði til hjartans, eða blóðþurrð í hjartavöðvanum, sem getur eyðilagt hjartavöðvann. Einnig sýndu fleiri konur í rannsókninni merki um myndum blóðtappa en blóðtappar geta stíflað æðar og þannig leitt til hjartaáfalls. „Sambandið á milli stress og hjartasjúkdóma er vel þekkt. Þessi rannsókn hefur leitt það í ljós að stress hefur mismunandi áhrif á hjartaheilsu karla og kvenna. Við verðum að viðurkenna þennan mun þegar við erum að meta og meðhöndla einstaklinag með hjartasjúkdóma,“ segir Dr. Zainab Samad, við Duke University Medical Center í Bandaríkjunum og leiðbeinandi rannsóknarinnar.Skoða þurfi tengsl kynjamuns á viðbrögðum hjartans „Á þessum tímapunkti er þörf á frekari rannsóknum til að skoða tengsl þessa kynjamuns á viðbrögðum hjartans við andlegu stressi og skoða einnig langtíma útkomur“. Að lokum bætti Samad við að núverandi tæki sem til eru til að mæla áhættu á hjartasjúkdómum séu ófullnægjandi þar sem þau taka áhrif sálfræðilegrar streitu á líkamann ekki með í reikninginn. Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í heiminum og hrjá almennt karlmenn frekar en konur, en eftir 50 ára aldurinn þá jafnast líkurnar á hjartasjúkdómum og eru svipaðar hjá körlum og konum. Þátttakendur rannsóknarinnar tóku þátt í þremur andlega streituvaldandi verkefnum - verkefni í hugarreikningi, teikna upp eftir spegli, og að muna reiði (e. recall anger) í ákveðnu prófi. Í kjölfarið gerðu þátttakendur æfingu á hlaupabretti.
Tengdar fréttir Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. 6. mars 2014 13:49