Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:49 Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir. VÍSIR/DANÍEL Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri.Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á árabilinu 1994-2006 og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar árið 2012. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð nýlega. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir lítið hafa breyst í þessum efnum og telur fræðslu um einkenni hjartaáfalls nauðsynlega. „Konur fá ekki alltaf þessi hefðbundnu einkenni og oft getur verið erfiðara að átta sig á þeim. Konur átta sig oft ekki á því hvað er í gangi og leita því síður til læknis.“ Axel segir einkennin oft mistúlkuð en bendir á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því líklegra að töf verði á greiningu hjá konum. Slík töf getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Líklegt er að meðferðartöf geti leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver. Þau einkenni sem konur upplifa, sem ekki fá brjóstverk, eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á milli herðablaða. Um 42% kvenna lýstu ekki brjóstverk við komu en 31% karla. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni og um 10% karla. Axel greinir frá þessu á heimasíðu sinni.„Rannsóknir sýna að konur hræðast mest krabbamein, og þá einna helst brjóstakrabbamein, en staðreyndin er sú að það eru sex sinnum meiri líkur á hjartasjúkdómum.“ Axel bendir á samtökin GoRed sem hafa það að markmiði að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri.Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á árabilinu 1994-2006 og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar árið 2012. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð nýlega. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir lítið hafa breyst í þessum efnum og telur fræðslu um einkenni hjartaáfalls nauðsynlega. „Konur fá ekki alltaf þessi hefðbundnu einkenni og oft getur verið erfiðara að átta sig á þeim. Konur átta sig oft ekki á því hvað er í gangi og leita því síður til læknis.“ Axel segir einkennin oft mistúlkuð en bendir á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því líklegra að töf verði á greiningu hjá konum. Slík töf getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Líklegt er að meðferðartöf geti leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver. Þau einkenni sem konur upplifa, sem ekki fá brjóstverk, eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á milli herðablaða. Um 42% kvenna lýstu ekki brjóstverk við komu en 31% karla. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni og um 10% karla. Axel greinir frá þessu á heimasíðu sinni.„Rannsóknir sýna að konur hræðast mest krabbamein, og þá einna helst brjóstakrabbamein, en staðreyndin er sú að það eru sex sinnum meiri líkur á hjartasjúkdómum.“ Axel bendir á samtökin GoRed sem hafa það að markmiði að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira