Segir konur fá verri meðferð við hjartaáfalli en karlar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. mars 2014 13:49 Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir. VÍSIR/DANÍEL Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri.Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á árabilinu 1994-2006 og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar árið 2012. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð nýlega. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir lítið hafa breyst í þessum efnum og telur fræðslu um einkenni hjartaáfalls nauðsynlega. „Konur fá ekki alltaf þessi hefðbundnu einkenni og oft getur verið erfiðara að átta sig á þeim. Konur átta sig oft ekki á því hvað er í gangi og leita því síður til læknis.“ Axel segir einkennin oft mistúlkuð en bendir á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því líklegra að töf verði á greiningu hjá konum. Slík töf getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Líklegt er að meðferðartöf geti leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver. Þau einkenni sem konur upplifa, sem ekki fá brjóstverk, eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á milli herðablaða. Um 42% kvenna lýstu ekki brjóstverk við komu en 31% karla. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni og um 10% karla. Axel greinir frá þessu á heimasíðu sinni.„Rannsóknir sýna að konur hræðast mest krabbamein, og þá einna helst brjóstakrabbamein, en staðreyndin er sú að það eru sex sinnum meiri líkur á hjartasjúkdómum.“ Axel bendir á samtökin GoRed sem hafa það að markmiði að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri.Þetta kom fram í rannsókn sem gerð var á árabilinu 1994-2006 og voru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar árið 2012. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð nýlega. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir lítið hafa breyst í þessum efnum og telur fræðslu um einkenni hjartaáfalls nauðsynlega. „Konur fá ekki alltaf þessi hefðbundnu einkenni og oft getur verið erfiðara að átta sig á þeim. Konur átta sig oft ekki á því hvað er í gangi og leita því síður til læknis.“ Axel segir einkennin oft mistúlkuð en bendir á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því líklegra að töf verði á greiningu hjá konum. Slík töf getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Líklegt er að meðferðartöf geti leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver. Þau einkenni sem konur upplifa, sem ekki fá brjóstverk, eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á milli herðablaða. Um 42% kvenna lýstu ekki brjóstverk við komu en 31% karla. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni og um 10% karla. Axel greinir frá þessu á heimasíðu sinni.„Rannsóknir sýna að konur hræðast mest krabbamein, og þá einna helst brjóstakrabbamein, en staðreyndin er sú að það eru sex sinnum meiri líkur á hjartasjúkdómum.“ Axel bendir á samtökin GoRed sem hafa það að markmiði að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira