„Ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:44 Frá skrúðgöngu tónlistarkennara í seinustu viku. Vísir/Valli „Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah. Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Við lögðum fram nýjar hugmyndir þar sem við reyndum að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Mín tilfinning er hins vegar sú að það hefði verið alveg sama hvað við lögðum fram því ætlunin virðist vera að staðsetja okkur lægra í launum en aðra kennara,“ segir Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, í samtali við Vísi. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og er næsti samningafundur í deilunni áætlaður á morgun. Tónlistarkennarar fara fram á laun þeirra verði sambærileg á við laun leikskóla-og grunnskólakennara. „Við höfum verið tilbúin til að útfæra þetta með ýmsum hætti,“ segir Sigrún. „Eina sem við viljum sjá er að menn setji inn sameiginlegt markmið og sameiginlega sýn á að okkar starf teljist jafnverðmætt og önnur sambærileg störf.“ Sigrún segist jafnbjartsýn og áður en þó sé hún döpur vegna stöðunnar í viðræðunum. Hennar tilfinning sé til dæmis sú að menn hafi látið markmiðið um jafnrétti í launasetningu lönd og leið. „Maður vill eiginlega ekki trúa því að það hafi áhrif en það er auðvitað svo að menn spara á verkföllum. Tónlistarnám er ekki lögbundið nám og þess vegna liggjum við kannski vel við höggi.“ Aðspurð segir Sigrún tónlistarkennara mæta miklum skilningi frá nemendum og foreldrum þeirra. Nemendur hafa til að mynda boðað til samstöðufundar á morgun klukkan 16 við Ráðhúsið þar sem þeir munu afhenda Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, áskorun um að semja sem fyrst við tónlistarkennara. Tónlistarkennarar sjálfir munu einnig hitta borgarstjóra á morgun klukkan 13.30 auk þess sem þeir ætla að senda skilaboð á mótmælafundinn á Austurvelli í dag í formi frumsamins texta við lagið Glory, Glory, Hallelujah.
Tengdar fréttir Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56 500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30 Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53 Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59 Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56 Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Tónlistarkennarar skrá sig úr Samfylkingunni vegna kjaradeilna Birta úrsagnir sínar úr flokknum opinberlega. Tónlistarkennarar efndu til kröfugöngu í dag en þeir hafa verið í verkfalli síðan á miðvikudag í síðustu viku. 29. október 2014 19:56
500 tónlistarkennarar leggja niður störf á morgun Samningafundi Félags Tónlistarskólakennara og Sambands sveitarfélaga lauk í húsnæði ríkissáttasemjara rétt fyrir kvöldmatarleytið í kvöld. 21. október 2014 19:30
Verkfall tónlistarskólakennara er hafið Fimm hundruð tónlistarkennarar hafa lagt niður störf. Tilboð sveitarfélaganna óviðunandi. 22. október 2014 06:53
Þúsundir nemenda í tónlistarskólum án kennslu Formaður Félags tónlistarskólakennara vonar að verkfall sem hófst í dag verði ekki langt en síðast þegar þeir fóru í verkfall stóð það í 5 vikur. 22. október 2014 19:59
Tónlistarkennarar krefjast jafnréttis í launasetningu Tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla héldu samstöðufund í húsnæði Ríkissáttasemjara í dag en stéttin hefur boðað til verkfalls þann 22. október nk. 7. október 2014 13:56
Tónlistarkennarar samþykktu að fara í verkfall Afgerandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun. Verkfallið hefst 22. október nema að samningar náist. 6. október 2014 16:59