Innlent

Hálka víðsvegar um landið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á Vestfjörðum er hálka á flestum fjallvegum en hálkublettir á láglendi.
Á Vestfjörðum er hálka á flestum fjallvegum en hálkublettir á láglendi. vísir
Töluverð hálka er vísvegar á vegum landsins en hálkublettir eru í uppsveitum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka á Fróðárheiði en hálkublettir og éljagangur á Vatnaleiði og Bröttubrekku. Hálkublettir er á Holtavörðuheiði og í Svínadal.

Á Vestfjörðum er hálka á flestum fjallvegum en hálkublettir á láglendi.

Aðalleiðir á Norðurlandi vestra eru mikið til auðar en nokkur hálka er á útvegum. Hálka er á Öxnadalsheiði og á Norðurlandi eystra er víða hálka inn til landsins en aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært með ströndinni.

Hálka eða snjóþekja er á fjallvegum á Austurlandi en annars eru víða hálkublettir. Það er hins vegar autt frá Eskifirði suður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×