Erlent

Fullyrða að mennirnir hafi áformað að myrða Elísabetu Englandsdrottningu

vísir/getty
Fjórir menn sem voru handteknir í Lundúnum í gær og á fimmtudag eru grunaður um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir í borginni.

Mennirnir eru sagðir tilheyra íslömskum öfgasamtökum en breska dagblaðið The Sun fullyrðir að þeir hafi meðal annars áformað að myrða Elísabetu Englandsdrottningu.

Bretar minnast þess um helgina að níutíu og sex ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og er mikil öryggisgæslan í Lundúnum vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×