Enski boltinn

Skemmtilegt hælspyrnumark hjá Perez | Sjáið markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ayoze Perez fagnar marki sínu.
Ayoze Perez fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Ayoze Perez kom Newcastle í 1-0 á móti West Bromwich Albion á lokamínútu fyrri hálfleiks í leik liðanna í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Mark Ayoze Perez var einkar fallegt en hann skoraði það með laglegri hælspyrnu úr teignum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Ayoze Perez fékk þá fyrigjöf frá Darryl Janmaat frá hægri og stýrði boltanum með hælnum í fjærhornið en strákurinn er með sjálfstraustið í botni þessa dagana.

Ayoze Perez, sem er 21 árs Spánverji, var þarna að skora í þriðja leiknum í röð en hann skoraði líka sigurleikjunum á móti Tottenham og Liverpool.

Alan Pardew er greinilega búinn að finna lítinn gullkoma í Ayoze Perez sem kom frá spænska liðinu Tenerife í sumar.

Það vakti athygli þegar hann valdi Newcastle að strákurinn hafði ekki áhuga á því að fara til Real Madrid, Barcelona eða Porto sem öll sýndu honum áhuga.

Markið hjá Ayoze Perez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×