Erlent

Íbúar Katalóníu kjósa um framtíð héraðsins

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 40 þúsund sjálfboðaliðar koma að framkvæmd kosninganna.
Rúmlega 40 þúsund sjálfboðaliðar koma að framkvæmd kosninganna. Vísir/AFP
Íbúar Katalóníu á Spáni kjósa í dag um sjálfstæði héraðsins, en niðurstöður kosninganna eru þó ekki bindandi.

Dómstóll á Spáni hefur þegar úrskurðað að kosningin standist ekki stjórnarskrá landsins, en Artur Mas, forseti héraðsins, hefur varað við að reynt verði að trufla framkvæmd kosninganna. Stjórnlagadómstóll hafði áður komið í veg fyrir áætlanir um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað.

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir að kosningin muni ekki hafa nein áhrif á framtíð héraðsins.

Rúmlega 40 þúsund sjálfboðaliðar koma að framkvæmd kosninganna. Um hádegisbil höfðu um 1,1 milljón manna kosið, en alls búa 7,5 milljónir manna í héraðinu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×