Fótbolti

FIFA: Strákarnir munu líka spila á gervigrasi á HM í framtíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einn af gervigrasvöllunum sem verður spilað á á HM kvenna í Kanada næsta sumar.
Einn af gervigrasvöllunum sem verður spilað á á HM kvenna í Kanada næsta sumar. Vísir/Getty
FIFA hefur mátt þola mikla gagnrýni og þá sérstaklega frá knattspyrnukonum vegna ákvörðunar sambandsins að spila úrslitakeppni HM kvenna í fótbolta næsta sumar á gervigrasi en keppnin fer þá fram í Kanada.

Svar FIFA hefur alltaf verið að þessu verði ekki breytt og hefur hópur knattspyrnukvenna stefnt sambandinu vegna þess.

Nýjast útspilið frá FIFA er að gefa það út að það styttist óðum í það að karlarnir þurfi líka að sætta sig við að spila á gervigrasi í úrslitakeppni HM:

„Það gæti orðið mjög erfitt að tryggja það að það verði spilað á náttúrulegu grasi á öllum leikvöngum í framtíðinni," sagði Jerome Valcke framkvæmdastjóri FIFA í viðtali á heimasíðu sambandsins.

„Þetta er ekki spurning um peninga eða mun á milli karla og kvenna. Þetta snýst um veðuraðstæður í Kanada að það að við viljum tryggja að leikirnir fari fram við bestu aðstæður og að öll 24 liðin sitji við sama borð," sagði Jerome Valcke.

Valcke benti jafnframt á það að það sé leyfilegt samkvæmt reglum FIFA að spila leiki á gervigrasi svo framarlega sem gervigrasið sé í hæst gæðaflokki.

„Fyrr en síðar mun leikir á HM karla einnig fara fram á gervigrasvöllum," sagði Valcke.


Tengdar fréttir

Knattspyrnukonur hyggjast kæra FIFA

Meira en 40 af bestu knattspyrnukonum heims hafa í hyggju að kæra alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og knattspyrnusamband Kanada (CSA) vegna þess að leika á á gervigrasi á heimsmeistaramótinu í Kanada næsta sumar.

FIFA: Stelpurnar munu spila á gervigrasi

Fulltrúi FIFA sem er í heimsókn í Kanada til að skoða aðstæður fyrir HM kvenna í fótbolta segir að það séu engin plön um það að færa leikina frá gervigrasi yfir á náttúrulegt gras.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×