Fótbolti

Knattspyrnukonur hyggjast kæra FIFA

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nadine Angerer er ekki spennt fyrir að skutla sér á gervigrasi
Nadine Angerer er ekki spennt fyrir að skutla sér á gervigrasi vísir/getty
Meira en 40 af bestu knattspyrnukonum heims hafa í hyggju að kæra alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og knattspyrnusamband Kanada (CSA) vegna þess að leika á á gervigrasi á heimsmeistaramótinu í Kanada næsta sumar.

Leikið hefur verið á grasi á öllum heimsmeistaramótum karla frá árinu 1930 og leikið var á grasi í Brasilíu nú í sumar. Konurnar vilja því meina að það sé kynjamisrétti að láta konurnar leika á gervigrasi í Kanada.

„Sú ætlun FIFA og CSA að mismuna leikmönnum eftir kynjum og leika á gervigrasi á HM 2015 og að því hafi verið hafnað að ræða leiðir til að leiðrétta þessi mistök hefur gefið leikmönnum enga aðra kosti en að bregðast við,“ sagði Hampton Dellinger aðallögmaður leikmannanna.

„Nú þurfum við að leita til réttarkerfisins svo FIFA og Kanada þurfi að hætta við að neyða topp íþróttamenn til að leika við hættulegar og erfiðar aðstæður sem geta ráðið úrslitum.“

Richard Scott talsmaður skipulagsnefndar HM í Kanada 2015 vísaði spurningum fjölmiðla á FIFA sem neitaði að tjá sig um málið.

Meðal leikmanna sem hafa ákveðið að kæra eru Nadine Angerer knattspyrnukona ársins 2013, Abby Wambach frá Bandaríkjunum sem var best árið 2012 og landi  hennar Alex Morgan.

Enginn landsliðskona Kanada er meðal þeirra sem kæra hyggjast kæra en lokafrestur til að kæra er á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×