Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2014 19:08 Ingvar og Harpa með verðlaun sín. Vísir/Ernir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira