Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2014 14:48 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira