Utanríkisráðherra segir eðlilegt að lögreglan endurnýi vopnabúnað Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2014 14:48 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi ekki haft neina aðkomu að meintum kaupum Landhelgisgæslunnar á 250 hríðskotabyssum frá Noregi. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.Hafði ekki milligöngu „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli, við höfum ekki haft milligöngu um neinar byssur. Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni um þetta mál,“ sagði hann. „Mér finnst mjög gott að lögreglan sé að endurnýja sín vopn. Það er mikilvægt að lögreglan hafi aðgang að slíkum vopnum við það umhverfi sem hún er að starfa í dag. Þannig að það er ekkert óeðlilegt við það að lögreglan sé að endurnýja þann búnað sem hún hefur.“ Aðspurður hvort það kæmi almenningi ekki við hvað lögreglan gerði sagði Gunnar svo auðvitað vera en að hún væri ekki að gera neitt annað en það sem hún hefði heimildir til. „Auðvitað kemur það því við sem hún er að gera og þau eru bara að starfa innan þeirra laga og reglna sem þessar stofnanir hafa og það er bara mjög eðlilegt að þau endurnýi sinn búnað og þar á meðal vopn.“„Rugl“ að tala um stefnubreytingu Gunnar Bragi sagði það einnig vera rugl að tala um stefnubreytingu vegna vélbyssukaupanna. „Nei, nei, það er engin… Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting vegna þess að lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum,“ sagði hann og sagðist ekki skilja af hverju talað væri um stefnubreytingu í fjölmiðlum. Benti hann á að lítið hafi verið rætt um vopnavæðingu lögreglunnar þegar norskir fjölmiðlar sögðu frá því árið 2010 að Landhelgisgæslan hefði keypt byssur af yfirvöldum þar. „Voru menn að velta því fyrir sér þá, hvort það væri eðlilegt eða löglegt eða ekki? Nei það var ekki gert. Það var engin að gera athugasemd við það þá, af hverju er menn að gera athugasemdir núna.“Metur ekki vopnaþörfina Gunnar Bragi sagðist ekki geta svarað því hvað eðlilegt væri að landhelgisgæslan og lögreglan ættu af vopnum. „Ég hef ekki hugmynd um hvað hún þyrfti mikið af vopnum. Lögreglan og gæslan metur bara sjálf hvað hún þarf að búnaði,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvort gæslan og lögreglan gætu þá alveg eins keypt skriðdreka án aðkomu ríkisins brást hann ókvæða við. „Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt, fáránleg hugmynd og fáránlegt að segja þetta ágæti fréttamaður að það sé sama að kaupa skriðdreka og vopn, vélbyssur eða handbyssur eða svoleiðis. Þetta er algjörlega fáránlegt, ég bara svara ekki svona vitlausri spurningu,“ sagði hann.Svörin áttu að vera skýrari Þá sagði Gunnar Bragi að engin leynd væri yfir málinu. „Það er engin leynd yfir þessu. Það vita allir að lögreglan hefur haft vopn,“ sagði hann. „Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta.“ Hann sagði að sér fyndist að veita hefði átt skýrari svör en vildi ekki ganga svo langt að segja að talsmenn gæslunnar og lögreglunnar væru tvísaga.Ítarlega verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira