Fótbolti

Pálmi með þrennu fyrir Lilleström

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Pálmi fór á kostum í dag
Pálmi fór á kostum í dag vísir/valli
Pálmi Rafn Pálmason stal senunni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði þrennu fyrir Lilleström sem lagði Start 4-1.

Pálmi skoraði bæði mörk Lilleström sem var 2-0 yfir í fyrri hálfleik en hann fullkomnaði þrennuna þegar hann skoraði á ný rétt rúmum 20 mínútum fyrir leikslok en skömmu síðar minnkaði Start muninn.

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start og Matthías Vilhjálmsson lék fyrstu 76 mínúturnar.

Lilleström er í 5. sæti deildarinnar með 43 stig þegar tvær umferðir eru eftir og Start er í 10. sæti með 34 stig.

Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrir Viking sem tapaði 2-1 fyrir Aalesund á heimavelli. Sverrir minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok.

Viking er í 11. sæti með 33 stig en Aalesund lyfti sér upp í níunda sætið með 35 stig.

Hjörtur Logi Valgarðsson lék allan leikinn fyrir Sogndal sem tapaði 1-0 á heimavelli fyrir meisturum Molde. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður stundarfjórðungi fyrir leikslok hjá Molde.

Sogndal er í 14. sæti með 24 stig í bullandi fallbaráttu. Molde hefur þegar tryggt sér norska meistaratitilinn.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg 08 sem gerði 1-1 jafntefli við Stabæk. Sarpsborg er í sjöunda sæti með 37 stig. Stabæk er stigi neðar með stigi minna.

Hjálmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í vörn Rosenborg sem lagði Sandnes Ulf 3-1. Hannes Þór Halldórsson og Eiður Aron Sigurbjörnsson léku allan leikinn fyrir Sandnes sem er á botni deildarinnar með 21 stig. Rosenborg er í 3. sæti með 54 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×