KÚ kærir MS og KS Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2014 22:20 vísir/stefán Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga (KS) til Samkeppniseftirlitsins fyrir brot á Samkeppnislögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkurbúinu. Þar segir að talið sé að Mjólka ehf. hafi einnig tekið þátt í samráðinu eftir að KS keypti Mjólku árið 2009 auk þess sem Auðhumla, móðurfélag MS, kunni að vera viðriðin samráðið frá upphafi. Krafist er að Samkeppniseftirlitið grípi þegar í stað til aðgerða því um sé að ræða samfelld brot sem staðið hafi yfir í langan tíma og beinist mikilvægum neysluvörum almennings. Í kærunni, sem sjá má hér fyrir neðan, kemur fram að Mjólkursamsalan sé ekki undanþegin samkeppnislögum og að hún hafi ranglega verið skilgreind sem afurðastöð í skilningi búvörulaga. „Einungis afurðastöðvar eru undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga um bann við samkeppnishamlandi samráði og samruna fyrirtækja,“ segir í kærunni. Þá segir að til að teljast afurðastöð í skilningi búvörulaga þurfi viðkomandi aðili að taka við mjólk eða annarri búvöru beint frá framleiðanda. „Það gerir MS ekki, heldur er það Auðhumla móðurfyrirtæki MS sem annast alla innvigtun og söfnun mjólkur frá bændum og greiðir þeim fyrir hana. MS hefur ekki keypt dropa af mjólk af bændum frá því fyrirtækið var stofnað 2007, heldur kaupir MS mjólkina af afurðastöðinni Auðhumlu. Viðtækt samráð og samstarf MS við KS og fleiri aðila í mjólkuriðnaði á undanförnum árum stríðir því augljóslega gegn samkeppnislögum að mati lögmanna Mjólkurbúsins.“ Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins, segir forsvarsmenn MS hafa haldið öðru fram. „Ég tel það mjög alvarlegt að forsvarsmenn MS hafa með blekkingum haldið því fram að MS sé afurðastöð í skilningi búvörulaga og því undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Þessari blekkingu hefur verið haldið fram gangvart samkeppnisyfirvöldum og neytendum til að réttlæta brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. Þessu verður að linna.“ segir Ólafur. Í kæru lögmanna Mjólkurbúsins er bent á að einungis tveir aðilar hér á landi geti talist afurðastöðvar í skilningi búvörulaga en það eru Auðhumla svf. og Kaupfélag Skagfirðinga. Það breyti engu þótt MS sé að 90,1% í eigu afurðastöðvarinnar Auðhumlu, réttindi eins lögaðila færist ekki til annars lögaðila þótt tengdir séu. Nýlega sektaði Samkeppniseftirlitið MS um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að krefja Mjólkurbúið KÚ um hærra verð fyrir hrámjólk en aðra kaupendur. Því máli hefur MS áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Tengdar fréttir Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum. 10. október 2014 07:00 MS kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Fyrirtækið segir samstarf afurðastöðva um að lækka framleiðslukostnað til ábata fyrir neytendur og bændur í uppnámi. 21. október 2014 16:06 Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Ráðherra neytendamála, segir mikilvægt að bíða eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun um landbúnaðarkerfið og að máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsölunnar ljúki áður en ákvarðanir verði teknar um framtíð landbúnaðarkerfisins. 15. október 2014 07:00 Sakar forstjóra MS um rógburð Ólafur M. Magnússon hefur ritað Einari Sigurðssyni forstjóra hjá MS bréf þar sem hann kvartar undan rógburði. 6. október 2014 15:20 Smjörið nýtist enn innanhúss Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. 10. október 2014 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólkursamsöluna (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga (KS) til Samkeppniseftirlitsins fyrir brot á Samkeppnislögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkurbúinu. Þar segir að talið sé að Mjólka ehf. hafi einnig tekið þátt í samráðinu eftir að KS keypti Mjólku árið 2009 auk þess sem Auðhumla, móðurfélag MS, kunni að vera viðriðin samráðið frá upphafi. Krafist er að Samkeppniseftirlitið grípi þegar í stað til aðgerða því um sé að ræða samfelld brot sem staðið hafi yfir í langan tíma og beinist mikilvægum neysluvörum almennings. Í kærunni, sem sjá má hér fyrir neðan, kemur fram að Mjólkursamsalan sé ekki undanþegin samkeppnislögum og að hún hafi ranglega verið skilgreind sem afurðastöð í skilningi búvörulaga. „Einungis afurðastöðvar eru undanþegnar ákvæðum samkeppnislaga um bann við samkeppnishamlandi samráði og samruna fyrirtækja,“ segir í kærunni. Þá segir að til að teljast afurðastöð í skilningi búvörulaga þurfi viðkomandi aðili að taka við mjólk eða annarri búvöru beint frá framleiðanda. „Það gerir MS ekki, heldur er það Auðhumla móðurfyrirtæki MS sem annast alla innvigtun og söfnun mjólkur frá bændum og greiðir þeim fyrir hana. MS hefur ekki keypt dropa af mjólk af bændum frá því fyrirtækið var stofnað 2007, heldur kaupir MS mjólkina af afurðastöðinni Auðhumlu. Viðtækt samráð og samstarf MS við KS og fleiri aðila í mjólkuriðnaði á undanförnum árum stríðir því augljóslega gegn samkeppnislögum að mati lögmanna Mjólkurbúsins.“ Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins, segir forsvarsmenn MS hafa haldið öðru fram. „Ég tel það mjög alvarlegt að forsvarsmenn MS hafa með blekkingum haldið því fram að MS sé afurðastöð í skilningi búvörulaga og því undanþegin ákvæðum samkeppnislaga. Þessari blekkingu hefur verið haldið fram gangvart samkeppnisyfirvöldum og neytendum til að réttlæta brot fyrirtækisins á samkeppnislögum. Þessu verður að linna.“ segir Ólafur. Í kæru lögmanna Mjólkurbúsins er bent á að einungis tveir aðilar hér á landi geti talist afurðastöðvar í skilningi búvörulaga en það eru Auðhumla svf. og Kaupfélag Skagfirðinga. Það breyti engu þótt MS sé að 90,1% í eigu afurðastöðvarinnar Auðhumlu, réttindi eins lögaðila færist ekki til annars lögaðila þótt tengdir séu. Nýlega sektaði Samkeppniseftirlitið MS um 370 milljónir króna fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína með því að krefja Mjólkurbúið KÚ um hærra verð fyrir hrámjólk en aðra kaupendur. Því máli hefur MS áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Tengdar fréttir Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum. 10. október 2014 07:00 MS kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Fyrirtækið segir samstarf afurðastöðva um að lækka framleiðslukostnað til ábata fyrir neytendur og bændur í uppnámi. 21. október 2014 16:06 Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Ráðherra neytendamála, segir mikilvægt að bíða eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun um landbúnaðarkerfið og að máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsölunnar ljúki áður en ákvarðanir verði teknar um framtíð landbúnaðarkerfisins. 15. október 2014 07:00 Sakar forstjóra MS um rógburð Ólafur M. Magnússon hefur ritað Einari Sigurðssyni forstjóra hjá MS bréf þar sem hann kvartar undan rógburði. 6. október 2014 15:20 Smjörið nýtist enn innanhúss Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. 10. október 2014 07:00 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Orðspor MS beðið hnekki síðustu daga Framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda telur orðspor Mjólkursamsölunnar hafa beðið hnekki. Mjólkuriðnaðurinn verði að endurheimta traust almennings. Fara þurfi í saumana á mjólkurframleiðslukerfinu. Ekkert sé heilagt í þeim efnum. 10. október 2014 07:00
MS kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Fyrirtækið segir samstarf afurðastöðva um að lækka framleiðslukostnað til ábata fyrir neytendur og bændur í uppnámi. 21. október 2014 16:06
Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Ráðherra neytendamála, segir mikilvægt að bíða eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun um landbúnaðarkerfið og að máli Samkeppniseftirlitsins og Mjólkursamsölunnar ljúki áður en ákvarðanir verði teknar um framtíð landbúnaðarkerfisins. 15. október 2014 07:00
Sakar forstjóra MS um rógburð Ólafur M. Magnússon hefur ritað Einari Sigurðssyni forstjóra hjá MS bréf þar sem hann kvartar undan rógburði. 6. október 2014 15:20
Smjörið nýtist enn innanhúss Mjólkursamsalan tók ákvörðun mjög fljótlega um að nýta aðeins hluta þess smjörs sem hún flutti inn frá Írlandi til íblöndunar í ostaframleiðslu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS. 10. október 2014 07:00