Innlent

Ánafnar sex milljónum með „auðmjúku stolti“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
„Það er með auðmjúku stolti sem að ég ánafna þessum peningum til þeirra,“ segir Jón Gnarr. Hann hlaut í gær Lennon Ono friðarverðlaunin og ætlar að veita verðlaunafénu til Samtaka um kvennaathvarf, um sex milljónum króna.

Þegar sú hugmynd kom upp að gefa verðlaunaféið til Kvennaathvarfsins segist Jón ekki hafa verið í neinum vafa.

„Það var úr mörgum verðugum málefnum að velja en í starfi mínu sem borgarstjóri kynntist ég því frábæra starfi sem Samtök um kvennaathvarf vinna á Íslandi,“ segir Jón Gnarr. „Ég fékk að kynnast starfseminni frá öðru sjónarhorni en áður.“

Kvennaathvarfið mun nýta peningana til verkefna sem áhugi hefur verið fyrir að framkvæma. Fé hefur þó vantað til þess. Verkefnin snúa að kynningu of forvörnum.

„Það lítur að alvarlegu ofbeldi í okkar samfélagi. Heimilisofbeldi, kynbundnu ofbeldi gegn konum og ofbeldi gegn börnum sem er meinsemd í okkar samfélagi. Mér finnst peningunum mjög vel varið þar.“


Tengdar fréttir

Jón Gnarr veitir Kvennaathvarfinu sex milljónir

„Þetta þýðir að við getum hrint í framkvæmd ýmsum verkefnum sem okkur hefur lengi dreymt um en ekki haft fjármagn til að framkvæma,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir.

Ber mikla virðingu fyrir Jóni Gnarr

Kveikt verður á friðarsúlunni á fæðingardegi Johns Lennons í sjöunda sinn í Viðey í kvöld. Yoko Ono, ekkja hans, mun einnig afhenda friðarverðlaun sín í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×