Innlent

Jón Gnarr veitir Kvennaathvarfinu sex milljónir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valgarður/Ernir
„Við erum í sjöunda himni með drenginn. Við höfum ekki haft mikinn tíma til að melta þessar fréttir en við erum óskaplega kátar og þakklátar,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðuslu- og framkvæmdastýra Samtakana um kvennaathvarf.

Jón Gnarr tilkynnti við afhendingu friðarverðlauna Yoko Ono að hann myndi veita verðlaunaféi sínu til Kvennaathvarfsins, alls sex milljónum króna.

„Þetta þýðir að við getum hrint í framkvæmd ýmsum verkefnum sem okkur hefur lengi dreymt um en ekki haft fjármagn til að framkvæma,“ segir Sigþrúður. „Okkur finnst eðlilegt að fé sem sé svona til komið muni nýtast út í samfélagið.“

Segir hún að horft sé til ýmissa fornvarnar- og vitundarverkefna sem rætt hefur verið um innan samtakanna en þau hafi ekki haft efni á þeim.

„Þetta er eitthvað sem skiptir okkur raunverulega máli og það er talsverð ábyrgð að taka við þessu. Við öxlum hann með gleði og trúum að við getum nýtt féið til að stuðla að friði á heimilum á Íslandi.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.