Ber mikla virðingu fyrir Jóni Gnarr Freyr Bjarnason skrifar 9. október 2014 07:00 Yoko ono Ekkja Johns Lennon tendrar friðarsúluna í Viðey í kvöld. Hún mun einnig afhenda fimm einstaklingum sérstök friðarverðlaun. Fréttablaðið/Ernir Friðarsúlan verður tendruð á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon í dag og er þetta í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn í Viðey. Yoko Ono, ekkja Lennons, kom hingað til lands á sunnudaginn. Hún er að sjálfsögðu ánægð með veðrið sem hún fær. „Það er virkilega fallegt. Flestir halda að veðrið á Íslandi sé aldrei gott en það hefur alltaf verið svona þegar ég hef komið. Nema í nokkur skipti var það ekki gott. Þetta er afmælisdagur Johns og ég held að margir eigi eftir að mæta,“ segir Yoko, sem gistir á Hótel Nordica á meðan á dvöl hennar stendur. Áður en friðarsúlan verður tendruð mun Ono afhenda friðarverðlaun sín sem hún gerir annað hvert ár en margir muna þegar poppsöngkonan Lady Gaga hlaut verðlaunin fyrir tveimur árum. Í þetta sinn hljóta fimm manneskjur verðlaunin. Jann Wenner, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, stofnandi Peace One Day, sem er alþjóðlegur friðardagur haldinn 21. september ár hvert, Dorren Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendur sjóðsins Art Production Fund, og síðast en ekki síst Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. „Það sem hann gerði er mjög mikilvægt,“ segir Ono um Jón. „Hann var grínisti sem ákvað að gerast stjórnmálamaður. Það þarf mjög mikið hugrekki til þess og margir tóku hann ekki alvarlega í byrjun. Síðan fór allur heimurinn að gera það og jafnvel í Bandaríkjunum eru sumir grínistar byrjaðir að hugsa með sér: „Ég gæti alveg orðið borgarstjóri eða þingmaður,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Meira að segja hvernig hann klæðist. Það er svo allt öðruvísi. Mjög listrænt og skapandi.“ Styrjaldir eru háðar víða í heiminum og þær valda Ono að sjálfsögðu miklum áhyggjum. „Allir segja við mig: „Þú ert að vinna að friði en samt er enginn árangur“. „Ég veit að þetta er mjög ofbeldisfullur heimur en ímyndaðu þér ef við hefðum ekki gert neitt í friðarbaráttunni. Kannski væri allur heimurinn horfinn núna.“ Spurð hversu langt sé í að friður í heiminum náist, segir hún: „Það fer eftir því hvað við viljum. Við verðum að ákveða það sjálf. Ég held að við munum ákveða okkur mjög fljótlega því þetta er orðin mjög óþægileg staða, eins og fólk veit.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Friðarsúlan verður tendruð á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon í dag og er þetta í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn í Viðey. Yoko Ono, ekkja Lennons, kom hingað til lands á sunnudaginn. Hún er að sjálfsögðu ánægð með veðrið sem hún fær. „Það er virkilega fallegt. Flestir halda að veðrið á Íslandi sé aldrei gott en það hefur alltaf verið svona þegar ég hef komið. Nema í nokkur skipti var það ekki gott. Þetta er afmælisdagur Johns og ég held að margir eigi eftir að mæta,“ segir Yoko, sem gistir á Hótel Nordica á meðan á dvöl hennar stendur. Áður en friðarsúlan verður tendruð mun Ono afhenda friðarverðlaun sín sem hún gerir annað hvert ár en margir muna þegar poppsöngkonan Lady Gaga hlaut verðlaunin fyrir tveimur árum. Í þetta sinn hljóta fimm manneskjur verðlaunin. Jann Wenner, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, stofnandi Peace One Day, sem er alþjóðlegur friðardagur haldinn 21. september ár hvert, Dorren Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendur sjóðsins Art Production Fund, og síðast en ekki síst Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. „Það sem hann gerði er mjög mikilvægt,“ segir Ono um Jón. „Hann var grínisti sem ákvað að gerast stjórnmálamaður. Það þarf mjög mikið hugrekki til þess og margir tóku hann ekki alvarlega í byrjun. Síðan fór allur heimurinn að gera það og jafnvel í Bandaríkjunum eru sumir grínistar byrjaðir að hugsa með sér: „Ég gæti alveg orðið borgarstjóri eða þingmaður,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Meira að segja hvernig hann klæðist. Það er svo allt öðruvísi. Mjög listrænt og skapandi.“ Styrjaldir eru háðar víða í heiminum og þær valda Ono að sjálfsögðu miklum áhyggjum. „Allir segja við mig: „Þú ert að vinna að friði en samt er enginn árangur“. „Ég veit að þetta er mjög ofbeldisfullur heimur en ímyndaðu þér ef við hefðum ekki gert neitt í friðarbaráttunni. Kannski væri allur heimurinn horfinn núna.“ Spurð hversu langt sé í að friður í heiminum náist, segir hún: „Það fer eftir því hvað við viljum. Við verðum að ákveða það sjálf. Ég held að við munum ákveða okkur mjög fljótlega því þetta er orðin mjög óþægileg staða, eins og fólk veit.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira