Ber mikla virðingu fyrir Jóni Gnarr Freyr Bjarnason skrifar 9. október 2014 07:00 Yoko ono Ekkja Johns Lennon tendrar friðarsúluna í Viðey í kvöld. Hún mun einnig afhenda fimm einstaklingum sérstök friðarverðlaun. Fréttablaðið/Ernir Friðarsúlan verður tendruð á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon í dag og er þetta í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn í Viðey. Yoko Ono, ekkja Lennons, kom hingað til lands á sunnudaginn. Hún er að sjálfsögðu ánægð með veðrið sem hún fær. „Það er virkilega fallegt. Flestir halda að veðrið á Íslandi sé aldrei gott en það hefur alltaf verið svona þegar ég hef komið. Nema í nokkur skipti var það ekki gott. Þetta er afmælisdagur Johns og ég held að margir eigi eftir að mæta,“ segir Yoko, sem gistir á Hótel Nordica á meðan á dvöl hennar stendur. Áður en friðarsúlan verður tendruð mun Ono afhenda friðarverðlaun sín sem hún gerir annað hvert ár en margir muna þegar poppsöngkonan Lady Gaga hlaut verðlaunin fyrir tveimur árum. Í þetta sinn hljóta fimm manneskjur verðlaunin. Jann Wenner, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, stofnandi Peace One Day, sem er alþjóðlegur friðardagur haldinn 21. september ár hvert, Dorren Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendur sjóðsins Art Production Fund, og síðast en ekki síst Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. „Það sem hann gerði er mjög mikilvægt,“ segir Ono um Jón. „Hann var grínisti sem ákvað að gerast stjórnmálamaður. Það þarf mjög mikið hugrekki til þess og margir tóku hann ekki alvarlega í byrjun. Síðan fór allur heimurinn að gera það og jafnvel í Bandaríkjunum eru sumir grínistar byrjaðir að hugsa með sér: „Ég gæti alveg orðið borgarstjóri eða þingmaður,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Meira að segja hvernig hann klæðist. Það er svo allt öðruvísi. Mjög listrænt og skapandi.“ Styrjaldir eru háðar víða í heiminum og þær valda Ono að sjálfsögðu miklum áhyggjum. „Allir segja við mig: „Þú ert að vinna að friði en samt er enginn árangur“. „Ég veit að þetta er mjög ofbeldisfullur heimur en ímyndaðu þér ef við hefðum ekki gert neitt í friðarbaráttunni. Kannski væri allur heimurinn horfinn núna.“ Spurð hversu langt sé í að friður í heiminum náist, segir hún: „Það fer eftir því hvað við viljum. Við verðum að ákveða það sjálf. Ég held að við munum ákveða okkur mjög fljótlega því þetta er orðin mjög óþægileg staða, eins og fólk veit.“ Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Friðarsúlan verður tendruð á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon í dag og er þetta í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn í Viðey. Yoko Ono, ekkja Lennons, kom hingað til lands á sunnudaginn. Hún er að sjálfsögðu ánægð með veðrið sem hún fær. „Það er virkilega fallegt. Flestir halda að veðrið á Íslandi sé aldrei gott en það hefur alltaf verið svona þegar ég hef komið. Nema í nokkur skipti var það ekki gott. Þetta er afmælisdagur Johns og ég held að margir eigi eftir að mæta,“ segir Yoko, sem gistir á Hótel Nordica á meðan á dvöl hennar stendur. Áður en friðarsúlan verður tendruð mun Ono afhenda friðarverðlaun sín sem hún gerir annað hvert ár en margir muna þegar poppsöngkonan Lady Gaga hlaut verðlaunin fyrir tveimur árum. Í þetta sinn hljóta fimm manneskjur verðlaunin. Jann Wenner, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, stofnandi Peace One Day, sem er alþjóðlegur friðardagur haldinn 21. september ár hvert, Dorren Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendur sjóðsins Art Production Fund, og síðast en ekki síst Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. „Það sem hann gerði er mjög mikilvægt,“ segir Ono um Jón. „Hann var grínisti sem ákvað að gerast stjórnmálamaður. Það þarf mjög mikið hugrekki til þess og margir tóku hann ekki alvarlega í byrjun. Síðan fór allur heimurinn að gera það og jafnvel í Bandaríkjunum eru sumir grínistar byrjaðir að hugsa með sér: „Ég gæti alveg orðið borgarstjóri eða þingmaður,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Meira að segja hvernig hann klæðist. Það er svo allt öðruvísi. Mjög listrænt og skapandi.“ Styrjaldir eru háðar víða í heiminum og þær valda Ono að sjálfsögðu miklum áhyggjum. „Allir segja við mig: „Þú ert að vinna að friði en samt er enginn árangur“. „Ég veit að þetta er mjög ofbeldisfullur heimur en ímyndaðu þér ef við hefðum ekki gert neitt í friðarbaráttunni. Kannski væri allur heimurinn horfinn núna.“ Spurð hversu langt sé í að friður í heiminum náist, segir hún: „Það fer eftir því hvað við viljum. Við verðum að ákveða það sjálf. Ég held að við munum ákveða okkur mjög fljótlega því þetta er orðin mjög óþægileg staða, eins og fólk veit.“
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira