Ber mikla virðingu fyrir Jóni Gnarr Freyr Bjarnason skrifar 9. október 2014 07:00 Yoko ono Ekkja Johns Lennon tendrar friðarsúluna í Viðey í kvöld. Hún mun einnig afhenda fimm einstaklingum sérstök friðarverðlaun. Fréttablaðið/Ernir Friðarsúlan verður tendruð á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon í dag og er þetta í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn í Viðey. Yoko Ono, ekkja Lennons, kom hingað til lands á sunnudaginn. Hún er að sjálfsögðu ánægð með veðrið sem hún fær. „Það er virkilega fallegt. Flestir halda að veðrið á Íslandi sé aldrei gott en það hefur alltaf verið svona þegar ég hef komið. Nema í nokkur skipti var það ekki gott. Þetta er afmælisdagur Johns og ég held að margir eigi eftir að mæta,“ segir Yoko, sem gistir á Hótel Nordica á meðan á dvöl hennar stendur. Áður en friðarsúlan verður tendruð mun Ono afhenda friðarverðlaun sín sem hún gerir annað hvert ár en margir muna þegar poppsöngkonan Lady Gaga hlaut verðlaunin fyrir tveimur árum. Í þetta sinn hljóta fimm manneskjur verðlaunin. Jann Wenner, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, stofnandi Peace One Day, sem er alþjóðlegur friðardagur haldinn 21. september ár hvert, Dorren Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendur sjóðsins Art Production Fund, og síðast en ekki síst Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. „Það sem hann gerði er mjög mikilvægt,“ segir Ono um Jón. „Hann var grínisti sem ákvað að gerast stjórnmálamaður. Það þarf mjög mikið hugrekki til þess og margir tóku hann ekki alvarlega í byrjun. Síðan fór allur heimurinn að gera það og jafnvel í Bandaríkjunum eru sumir grínistar byrjaðir að hugsa með sér: „Ég gæti alveg orðið borgarstjóri eða þingmaður,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Meira að segja hvernig hann klæðist. Það er svo allt öðruvísi. Mjög listrænt og skapandi.“ Styrjaldir eru háðar víða í heiminum og þær valda Ono að sjálfsögðu miklum áhyggjum. „Allir segja við mig: „Þú ert að vinna að friði en samt er enginn árangur“. „Ég veit að þetta er mjög ofbeldisfullur heimur en ímyndaðu þér ef við hefðum ekki gert neitt í friðarbaráttunni. Kannski væri allur heimurinn horfinn núna.“ Spurð hversu langt sé í að friður í heiminum náist, segir hún: „Það fer eftir því hvað við viljum. Við verðum að ákveða það sjálf. Ég held að við munum ákveða okkur mjög fljótlega því þetta er orðin mjög óþægileg staða, eins og fólk veit.“ Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Friðarsúlan verður tendruð á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon í dag og er þetta í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn í Viðey. Yoko Ono, ekkja Lennons, kom hingað til lands á sunnudaginn. Hún er að sjálfsögðu ánægð með veðrið sem hún fær. „Það er virkilega fallegt. Flestir halda að veðrið á Íslandi sé aldrei gott en það hefur alltaf verið svona þegar ég hef komið. Nema í nokkur skipti var það ekki gott. Þetta er afmælisdagur Johns og ég held að margir eigi eftir að mæta,“ segir Yoko, sem gistir á Hótel Nordica á meðan á dvöl hennar stendur. Áður en friðarsúlan verður tendruð mun Ono afhenda friðarverðlaun sín sem hún gerir annað hvert ár en margir muna þegar poppsöngkonan Lady Gaga hlaut verðlaunin fyrir tveimur árum. Í þetta sinn hljóta fimm manneskjur verðlaunin. Jann Wenner, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, Jeremy Gilley, stofnandi Peace One Day, sem er alþjóðlegur friðardagur haldinn 21. september ár hvert, Dorren Remen og Yvonne Force Villareal, stofnendur sjóðsins Art Production Fund, og síðast en ekki síst Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. „Það sem hann gerði er mjög mikilvægt,“ segir Ono um Jón. „Hann var grínisti sem ákvað að gerast stjórnmálamaður. Það þarf mjög mikið hugrekki til þess og margir tóku hann ekki alvarlega í byrjun. Síðan fór allur heimurinn að gera það og jafnvel í Bandaríkjunum eru sumir grínistar byrjaðir að hugsa með sér: „Ég gæti alveg orðið borgarstjóri eða þingmaður,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Meira að segja hvernig hann klæðist. Það er svo allt öðruvísi. Mjög listrænt og skapandi.“ Styrjaldir eru háðar víða í heiminum og þær valda Ono að sjálfsögðu miklum áhyggjum. „Allir segja við mig: „Þú ert að vinna að friði en samt er enginn árangur“. „Ég veit að þetta er mjög ofbeldisfullur heimur en ímyndaðu þér ef við hefðum ekki gert neitt í friðarbaráttunni. Kannski væri allur heimurinn horfinn núna.“ Spurð hversu langt sé í að friður í heiminum náist, segir hún: „Það fer eftir því hvað við viljum. Við verðum að ákveða það sjálf. Ég held að við munum ákveða okkur mjög fljótlega því þetta er orðin mjög óþægileg staða, eins og fólk veit.“
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira